Andvari - 01.06.2011, Page 60
58
GUÐRÚN KVARAN
ANDVARI
1) Að stuðla að því að nýjungar í máli brjóti ekki í bága við málkerfið, hvorki
beygingar né hljóðkerfi;
2) Að reyna að forðast að sama hugtak fái fleiri en eitt nýtt heiti, eins og oft
vill verða þegar sérfræðingar í mismunandi greinum stinga upp á nýyrðum
til að þýða erlend fræðiheiti;
3) Að veita ráð og leiðbeiningar um aðlögun erlends orðs sem tekið er í málið
ef fullnægjandi íslenskt orð hefur ekki fundist;
4) Að taka afstöðu til álitamála sem varða rétt mál og rangt þegar um er að
ræða íslensk orð og orðalag.90
Eftir þessum reglum hefur í megindráttum verið farið síðan við svör
og ráðleggingar Islenskrar málstöðvar og Orðabókar Háskólans og
síðar málræktarsviðs og orðfræðisviðs Stofnunar Arna Magnússonar í
íslenskum fræðum.
A málnefndarárum sínum fjallaði Jakob nokkrum sinnum opin-
berlega um íslenskt mál. I Pjóðviljanum 11. nóvember 1970 birtist
greinin Lítil hugleiðing um íslenzkt mál91 en að baki hennar var þáttur-
inn íslenskt mál sem fluttur var í Ríkisútvarpinu 26. október það ár.
Þátturinn hafði vakið athygli og falaðist Þjóðviljinn eftir að fá að birta
hann. Þar kemur vel fram hverjum augum Jakob leit á boð og bönn
þegar að málvöndun kom.92
I þættinum ræddi Jakob fyrst um ritmálið og benti m.a. á að væru
fyrirmyndir þess sóttar til eldri rita gæti svo farið að ritmálið yrði aftur-
haldssamt í samanburði við mælt mál. Meginhluti erindisins fjallaði þó
um talað mál, áhrif þess á ritmálið og þróun talmálsins. Afstaða Jakobs
er mjög áhugaverð því að í samræmi við hana hlýtur hann að hafa stýrt
málnefndinni og svarað fyrirspurnum. Því er best að láta hann sjálfan
segja frá:
Allar breytingar á máli eru í fyrstu „villur“ í þeim skilningi að þær brjóta í bága
við einhverja þætti málkerfisins. En spurningin sem menn verða að leita svars
við er einfaldlega þessi: hversu útbreidd þarf málbreyting að verða til þess að
ekki sé lengur stætt á að kalla hana villu? ... Allar hugleiðingar um afstöðu
manna til málbreytinga verða að styðjast við þekkingu á þróun málsins; menn
verða að vita hvers eðlis andstæðingurinn er áður en lagt er út í bardagann,
annars er hætt við að menn lendi í viðureign við vindmyllur. Reglustrekkingur
og einstrengingsháttur leiðir til þess eins að breikka bilið milli talmáls og rit-
máls, og felur auk þess í sér þann háska að menn skrifi steindautt og sviplaust
mál af tómri hræðslu við að brjóta einhverjar reglur, raunverulegar eða ímynd-
aðar. Menn skyldu aldrei gleyma því að málfræðireglur skólabóka eru leiddar
af málinu eins og það birtist í bókum, en reglur skapa hvorki mál né stíl. Góður