Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 134

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 134
132 SIF SIGMARSDÓTTIR ANDVARI ugur verksmiðjujöfur af gyðingaættum sem ásamt bræðrum sínum átti og rak fjölda glerverksmiðja í nágrenninu. Móðir Anniear, Gabriele Perlman, var af stöndugri kaupmannsfjölskyldu í Prag. Þau hjónin lögðu bæði mikið upp úr fögrum listum. Gabriele, eða Gabi, eins og hún var kölluð af fjölskyldunni, þótti efnilegur píanóleikari á sínum yngri árum. Edwin söng, málaði, mótaði höggmyndir og stundaði ritstörf.12 Því var ekki að undra að dætur hjónanna, Annie og eldri systir hennar Marie, leiddust báðar út á braut lista. Arið 1913 héldu systurnar til Leipzig til náms og innrituðust í Konunglega konservatóríið þar í borg.13 Marie lagði stund á söng í þrjú ár en hóf síðan myndlistarnám við Listaakademíuna í Leipzig. Annie gerðist píanónemandi hjá Robert Teichmúller sem verið hafði prófessor við skólann frá árinu 1908 og taldist einn virtasti kennari hans.14 Annie varð fljótt þekkt meðal nemenda fyrir miklar tónlistargáfur og þótti hún líkleg til mikils frama á tónlistarbrautinni.15 Hún gat sér gott orð fyrir fágaðan píanóleik, einkum í verkum eftir Mozart, Schumann og Chopin. Hún var smáhent, hafði fíngerðan og skýran píanótón og var flutningur hennar blíður og íhugull.16 Það var þremur árum eftir að Annie hóf nám við Konservatóríið að ungur Islendingur þreytti inntökupróf við skólann. Hann var mjósleginn og fölleitur eftir langa siglingu, með ábúðarfull augu bak við kringlótt gler- augu og staðfestu í svipnum. A skráningareyðublaði hans sem geymt er í skjalasafni skólans er hann sagður aðeins hafa tveggja ára píanónám að baki auk þess sem hann hafi enga kennslu hlotið í tónfræði.17 Hann fékk þó ekki aðeins inngöngu í skólann heldur var honum fengið pláss hjá hinum sama Teichmúller og kenndi afburðanemandanum Annie Riethof. Ungi maðurinn var Jón Leifs. Þess var hins vegar enn langt að bíða að íslendingurinn léti til skarar skríða og tæki að gera hosur sínar grænar fyrir einni fallegustu stúlkunni í skólanum. Rætur Anniear og Jóns hefðu vart getað legið í ólíkari reynsluheimum. Við upphaf 20. aldar nálgaðist hin sístækkandi Reykjavík óðum Teplitz, fæðingarbæ Anniear, að fólksfjölda. En þar má segja að líkindunum hafi lokið. Teplitz var snotur bær, þekktur fyrir heilsulindir sínar, en þar höfðu meðal annars Beethoven og Goethe átt fund. Á bernskuárum Anniear stóð menning með miklum blóma í Teplitz. Þar var fyrirferðarmikið tónlistarlíf en 48 manna hljómsveit starfaði við heilsulindirnar. Þegar Johannes Reichert frá óperunni í Dresden tók við stöðu hljómsveitarstjóra þar árið 1906 var hrundið af stað svo metnaðarfullri dagskrá að hún hlaut að hafa haft varanleg áhrif á hljóðfæraleikarann unga. Til dæmis voru allar sinfóníur Beethovens fluttar á fimm kvöldum til að minnast þess að hundrað ár voru liðin frá dvöl tón- skáldsins við heilsulindirnar í júní 1812. Gullöld tónlistar í Teplitz stóð allt fram að upphafi fyrri heimsstyrjaldar.18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.