Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 41

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 41
andvari JAKOB BENEDIKTSSON 39 Þrátt fyrir greinaskrif fyrir Kulturhistorisk leksikon, vinnu við Orðabók Háskólans og formennsku í íslenskri málnefnd kom Jakob óhemju miklu í verk á sömu árum. Hann skrifaði á ritstjórnarárunum til dæmis átján vandaða ritdóma ýmist í Tunarit Máls og menningar eða Skírni. Áður hafði hann skrifað allmarga ritdóma í Frón og á fyrstu Reykjavíkurárunum nítján ritdóma fyrir Timarit Máls og menn- ingar. Ekki lét hann sig muna um að taka sæti í stjórn Vísindasjóðs frá 1968-1974. í lokin er rétt að nefna ritið Hugtök og heiti i bókmenntafueði sem Bókmenntafræðistofnun Háskóla Islands og Mál og menning gáfu út 1983. Jakob tók að sér að ritstýra þeirri bók. Margir áttu greinar í ritinu, þeirra á meðal Örnólfur Thorsson og Halldór Guðmundsson sem unnu í leyfum sínum í tvö sumur við gerð bókarinnar. Þeir minntust þessa starfs í grein í Pjóðviljanum 1987 þegar Jakob varð áttræður. Því var ljóst að þegar við tveir vorum ráðnir sumarið 1980 af Bókmennta- fræðistofnun til að vinna að bókinni Hugtök og heiti í bókmenntafræði var það ekki til annars gert en að bjarga því riti frá skelfingu fílólógískrar ta ræ í. En mikið skrambi sem við máttum vara okkur á ritstjóra verksins þegar hann birtist í Árnagarði á hádegi njótandi þeirra forréttinda eftirlaunanna „að geta loksins sofið frameftir“. Það var sama hvar ráðist var til atlögu, aldrei komum við að kofanum tómum. Og varasamastur var Jakob Benediktsson, með sina klassísku fílólógíu í farangrinum, þegar talið barst að nýjum fræðum, allta skyldi karlinn vita hvar Georg Lukács hafði látið tiltekin ummæli falla, hva Roman Jakobsson hefði í raun átt við eða hvernig pílurnar í strúktúralískum líkönum áttu að snúa. Og ef svo ólíklega vildi til að okkur tækist að henda a lofti höfund eða fræðimann sem hann ekki þekkti var það segin saga að degi seinna eða tveimur hafði hann kynnt sér málið og gat sett á langar tölui og mikinn fróðleik og fært til betri vegar það sem skolast hafði til og allt borið fram af stakri hógværð og kurteisi.53 Þessi orð voru skrifuð af vinsemd og hlýju til fyrrum yfirmanns og lýsa Jakobi einkar vel, viðmóti hans og áhuga á að fræða án tilgerðar eða sjálfsupphafningar. Greinar í ritinu eru höfundarmerktar aðrar en þær sem Jakob skrifaði °§ má af því sjá að hann er sjálfur höfundur mikils hluta þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.