Andvari - 01.06.2011, Page 41
andvari
JAKOB BENEDIKTSSON
39
Þrátt fyrir greinaskrif fyrir Kulturhistorisk leksikon, vinnu við
Orðabók Háskólans og formennsku í íslenskri málnefnd kom Jakob
óhemju miklu í verk á sömu árum. Hann skrifaði á ritstjórnarárunum
til dæmis átján vandaða ritdóma ýmist í Tunarit Máls og menningar
eða Skírni. Áður hafði hann skrifað allmarga ritdóma í Frón og á
fyrstu Reykjavíkurárunum nítján ritdóma fyrir Timarit Máls og menn-
ingar. Ekki lét hann sig muna um að taka sæti í stjórn Vísindasjóðs frá
1968-1974.
í lokin er rétt að nefna ritið Hugtök og heiti i bókmenntafueði sem
Bókmenntafræðistofnun Háskóla Islands og Mál og menning gáfu út
1983. Jakob tók að sér að ritstýra þeirri bók. Margir áttu greinar í ritinu,
þeirra á meðal Örnólfur Thorsson og Halldór Guðmundsson sem unnu
í leyfum sínum í tvö sumur við gerð bókarinnar. Þeir minntust þessa
starfs í grein í Pjóðviljanum 1987 þegar Jakob varð áttræður.
Því var ljóst að þegar við tveir vorum ráðnir sumarið 1980 af Bókmennta-
fræðistofnun til að vinna að bókinni Hugtök og heiti í bókmenntafræði var
það ekki til annars gert en að bjarga því riti frá skelfingu fílólógískrar ta ræ í.
En mikið skrambi sem við máttum vara okkur á ritstjóra verksins þegar hann
birtist í Árnagarði á hádegi njótandi þeirra forréttinda eftirlaunanna „að geta
loksins sofið frameftir“. Það var sama hvar ráðist var til atlögu, aldrei komum
við að kofanum tómum. Og varasamastur var Jakob Benediktsson, með sina
klassísku fílólógíu í farangrinum, þegar talið barst að nýjum fræðum, allta
skyldi karlinn vita hvar Georg Lukács hafði látið tiltekin ummæli falla, hva
Roman Jakobsson hefði í raun átt við eða hvernig pílurnar í strúktúralískum
líkönum áttu að snúa. Og ef svo ólíklega vildi til að okkur tækist að henda a
lofti höfund eða fræðimann sem hann ekki þekkti var það segin saga að degi
seinna eða tveimur hafði hann kynnt sér málið og gat sett á langar tölui og
mikinn fróðleik og fært til betri vegar það sem skolast hafði til og allt borið
fram af stakri hógværð og kurteisi.53
Þessi orð voru skrifuð af vinsemd og hlýju til fyrrum yfirmanns og lýsa
Jakobi einkar vel, viðmóti hans og áhuga á að fræða án tilgerðar eða
sjálfsupphafningar.
Greinar í ritinu eru höfundarmerktar aðrar en þær sem Jakob skrifaði
°§ má af því sjá að hann er sjálfur höfundur mikils hluta þeirra.