Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 162

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 162
160 SVEINN EINARSSON ANDVARI maðurinn sem ber með sér bæði prúðmennsku og þokka, þó að hann sé full atkvæðalítill í að mótmæla meðferðinni á sér. En ádeilan beinist að heima- mönnum, ekki síst hreppstjóranum sjálfum og hégómagirni hans. En nú skulum við víkja að þeim leik sem leynst hefur í Landsbókasafni. Það leikrit er einnig nafnlaust en að sumu leyti allt annars konar. Atburða- rásin snýst um val á þingmannsefni í nefndri sýslu og fléttast þar inn sveitarígur og kvonbænir og sitthvað kátlegt. Aðalsöguhetjurnar eru tvær, Helgi, góðbóndi sem ekki vill bjóða sig fram til þings nema eftir honum sé sóst, og granni hans (og eins konar bústýra, hvernig sem því er háttað, þetta er svolítið einkennilegt) sem býr á næstu jörð; hann er ekkill og hún ekkja. Þessi öndvegismaður á erfitt með að tjá tilfinningar sínar og hættir til að líta á alla hluti frá hagnýtishólnum; hún vill ekki játast honum nema hann viðurkenni að hann elski hana. Ekki vantar hana þó biðlana, tveir þeirra sem sækjast eftir tilnefningu eru þar, annar sem er „þingræðismaður", hinn eltist við „þjóðarviljann“. Hvorugur ristir þó djúpt í hugsjónum sínum. Þriðji fram- bjóðandinn er svo aldraður séramaður, sem setið hefur á þingi fyrir sýsluna r tvo áratugi, án þess að setja mikinn svip á þjóðarsöguna, hann fylgir ævinlega meirihlutanum. Efnt er til pólitísks fundar um málið („beint lýðræði“), málið sett í nefnd, sem á að prófa kandídatana („óbeint lýðræði“); nefndarmenn reynast hinar mestu liðleskjur og minnir sá þáttur á Collegium politicorum í Könnusteypi Holbergs, einn er ævinlega sammála síðasta ræðumanni, annar sefur allan fundinn o.s.frv. Svo kemur þarna við sögu alla atkvæðamikil kona, Bubba eða Borga og r fyrstu höfð að spotti og kölluð hámerin. Hún sækist eftir tvennu: að konur eignist pólitísk réttindi á við karlmenn - og að hún sjálf fái karlmann í bólið til sín. Svo einkennilega ber við, að lýsingin á þessari konu breytist er á líður leikinn, höfundur fær æ meiri samúð með henni og virðist þeirrar skoðunar að konur eigi að hafa jafnt í höndum og karlar. Nýlega dró Helga Kress fram leikrit Sigríðar Bogadóttur biskupsfrúar, þar sem heimilisofbeldi mun í fyrsta sinni lýst í íslenskri leikritun. Svo greinarhöfundur viti til, er hér í þessu leikriti landfógeta í fyrsta sinni lýst jafnréttisbaráttu kvenna af skilningi. Það hefði glatt Helgu Jóhannsdóttur, ef hún hefði kynnst þessu leikriti langafa síns, því að hún var einn af hugmyndasmiðum Kvennalistans. En höfundur er í verkinu að velta fyrir sér lýðræði og skilyrðum þess, hvorki meira né minna. Því miður lýkur þessu leikriti ekki, að minnsta kost ekki í þeirri skikkan sem það hefur varðveist i handritageymslunni. En höfundur er þó kominn nálægt lokum, þegar hann skilur við okkur lesendur. Ástamál þeirra aðal- persónanna, Helga og Salvarar, eru samt óleyst þar sem við skiljum við þau nánast í hálfnaðri setningu. Leikurinn er væntanlega saminn talsvert síðar en fyrri leikurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.