Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 113

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 113
ANDVARI Á HÖTTUNUM EFTIR HEMINGWAY 111 snöfurlega sem „fretnagla“ og „spitfire“ (um konu) sem „fox“. Umdeilanlegri er viðleitni hans til að snúa upp á ofurvenjuleg mannanöfn. Frances Wilson verður „Franska Vilson“ og Jack Johnson heitir hjá honum „Jakki Jónsson“.19 Það er Sunnudagsblað Alþýðublaðsins sem á næstu leiki í Hemingway- viðtökum á íslandi. Þar birtast á árinu 1936 þrjár af sögum Hemingways; fyrst „The Sea Change“ (sem nefnd er „Rödd lífsins“, hún birtist 12. apríl 1936), þá „A Day‘s Wait“ („102 stiga hiti“, 19. apríl 1936) og loks „A Clean Well- Lighted Place“ („Eftir miðnætti“, 14. júní 1936). Ekki er tekið fram hver eða hverjir þýða þessar sögur. Þann 11. apríl 1937 birtist í sama blaði hin kunna saga „The Killers“ („Morðingjarnir"). Enn er þýðandi ótilgreindur en kom í ljós þegar þýðingin birtist lrtillega endurskoðuð í bókinni Þýddar sögur árið 1940, með ellefu sögum sem Karl ísfeld þýddi. Þar kýs Karl raunar að nefna söguna „Kátir piltar", sem er óheppilegt, ekki síst þar sem það heiti sprettur af misþýðingu hans á orðunum „bright boys“ (gáfnaljós) sem byssubófarnir nota í kaldhæðni um Nick Adams og veitingamanninn Georg. Það kann raunar að virka ámóta kaldhæðið að kalla þá „káta pilta“, en merkingin verður samt misvísandi og léttvægari.20 Ernest Hemingway hóf ritferil sinn sem blaðamaður og brá sér alloft í það hlutverk eftir að hann var orðinn heimskunnur rithöfundur. Meðal annars sendi hann pistla frá Spáni þegar borgarastyrjöldin stóð þar (hann studdi lýð- veldissinna dyggilega í því stríði). Þann 1. ágúst 1937 kom í Sunnudagsblaði Alþýðublaðsins þýðing á pistli Hemingways sem hafði birst í New York Times undir fyrirsögninni „Spanish Fatalism Typified by Driver“. Á íslensku nefnist hann „Vinur minn bílstjórinn" (þýðandi ,,Þ.V.“) og birtist án þess að tilgreint sé hvers konar texti þetta er. í reynd gæti þetta allt eins verið smásaga og sést hér að stutt getur verið milli sumra blaðapistla Hemingways og smásagna hans. Þetta á hinsvegar ekki við um grein hans „Geta hermenn Mussolinis barist?“ sem birtist í Alþýðublaðinu 26. júní 1938.21 Ætla mætti að Þjóðviljamenn hafi ekki verið sáttir við það hve Alþýðu- blaðið gerði sér dælt við Hemingway, því að 19. nóvember 1937 birtist eftir- farandi klausa í Þjóðviljanum: „Alþýðublaðið montar sig af því í gær, að það eina sem birst hafi á íslensku eftir ameríska skáldið Hemingway, hafi komið í sunnudagsblaði Alþýðublaðsins. Mætti minna piltana á snilldargóða þýðingu á smásögu Hemingways: „Ljós heimsins“, sem birtist í „Iðunni“ fyrir einu eða tveimur árum. Sú saga er þýdd af H.K. Laxness, og er það eina sem almenni- lega hefir verið þýtt á íslensku eftir Hemingway.“ Hinsvegar voru ýmsir vinstrimenn ekki eins vissir um pólitíska afstöðu Hemingways og Halldór Laxness virðist vera í formálanum sem hann birti með „Ljósi heimsins“ 1934, en þeir tóku stuðningi Hemingways við spænska lýðveldið fagnandi. Sumarið 1937 birtist í Þjóðviljanum þýdd grein þar sem sagt er að breyting
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.