Andvari - 01.06.2011, Síða 113
ANDVARI
Á HÖTTUNUM EFTIR HEMINGWAY
111
snöfurlega sem „fretnagla“ og „spitfire“ (um konu) sem „fox“. Umdeilanlegri
er viðleitni hans til að snúa upp á ofurvenjuleg mannanöfn. Frances Wilson
verður „Franska Vilson“ og Jack Johnson heitir hjá honum „Jakki Jónsson“.19
Það er Sunnudagsblað Alþýðublaðsins sem á næstu leiki í Hemingway-
viðtökum á íslandi. Þar birtast á árinu 1936 þrjár af sögum Hemingways; fyrst
„The Sea Change“ (sem nefnd er „Rödd lífsins“, hún birtist 12. apríl 1936),
þá „A Day‘s Wait“ („102 stiga hiti“, 19. apríl 1936) og loks „A Clean Well-
Lighted Place“ („Eftir miðnætti“, 14. júní 1936). Ekki er tekið fram hver eða
hverjir þýða þessar sögur.
Þann 11. apríl 1937 birtist í sama blaði hin kunna saga „The Killers“
(„Morðingjarnir"). Enn er þýðandi ótilgreindur en kom í ljós þegar þýðingin
birtist lrtillega endurskoðuð í bókinni Þýddar sögur árið 1940, með ellefu
sögum sem Karl ísfeld þýddi. Þar kýs Karl raunar að nefna söguna „Kátir
piltar", sem er óheppilegt, ekki síst þar sem það heiti sprettur af misþýðingu
hans á orðunum „bright boys“ (gáfnaljós) sem byssubófarnir nota í kaldhæðni
um Nick Adams og veitingamanninn Georg. Það kann raunar að virka ámóta
kaldhæðið að kalla þá „káta pilta“, en merkingin verður samt misvísandi og
léttvægari.20
Ernest Hemingway hóf ritferil sinn sem blaðamaður og brá sér alloft í það
hlutverk eftir að hann var orðinn heimskunnur rithöfundur. Meðal annars
sendi hann pistla frá Spáni þegar borgarastyrjöldin stóð þar (hann studdi lýð-
veldissinna dyggilega í því stríði). Þann 1. ágúst 1937 kom í Sunnudagsblaði
Alþýðublaðsins þýðing á pistli Hemingways sem hafði birst í New York Times
undir fyrirsögninni „Spanish Fatalism Typified by Driver“. Á íslensku nefnist
hann „Vinur minn bílstjórinn" (þýðandi ,,Þ.V.“) og birtist án þess að tilgreint
sé hvers konar texti þetta er. í reynd gæti þetta allt eins verið smásaga og sést
hér að stutt getur verið milli sumra blaðapistla Hemingways og smásagna
hans. Þetta á hinsvegar ekki við um grein hans „Geta hermenn Mussolinis
barist?“ sem birtist í Alþýðublaðinu 26. júní 1938.21
Ætla mætti að Þjóðviljamenn hafi ekki verið sáttir við það hve Alþýðu-
blaðið gerði sér dælt við Hemingway, því að 19. nóvember 1937 birtist eftir-
farandi klausa í Þjóðviljanum: „Alþýðublaðið montar sig af því í gær, að það
eina sem birst hafi á íslensku eftir ameríska skáldið Hemingway, hafi komið í
sunnudagsblaði Alþýðublaðsins. Mætti minna piltana á snilldargóða þýðingu
á smásögu Hemingways: „Ljós heimsins“, sem birtist í „Iðunni“ fyrir einu eða
tveimur árum. Sú saga er þýdd af H.K. Laxness, og er það eina sem almenni-
lega hefir verið þýtt á íslensku eftir Hemingway.“ Hinsvegar voru ýmsir
vinstrimenn ekki eins vissir um pólitíska afstöðu Hemingways og Halldór
Laxness virðist vera í formálanum sem hann birti með „Ljósi heimsins“
1934, en þeir tóku stuðningi Hemingways við spænska lýðveldið fagnandi.
Sumarið 1937 birtist í Þjóðviljanum þýdd grein þar sem sagt er að breyting