Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 42

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 42
40 GUÐRÚN KVARAN ANDVARI Sídari þýðingar Jakobs Eftir að Jakob fluttist heim 1946 hélt hann áfram að þýða verk Halldórs Laxness. Árið 1947 kom út Den lyse M0 (Hið ljósa man 1944) og árið eftir K0benhavn brœnder (Eldur í Kaupinhafn 1946). Eins og áður leið ekki langur tími frá útgáfu bókanna á Islandi og þar til Jakob hafði þýtt þær fyrir útgefandann í Kaupmannahöfn. Árið 1952 kom út síðasta þýðing Jakobs á verkum Halldórs sem hann vann að í samvinnu við konu sína og er þeirra beggja getið sem þýðenda. Það var Organistens hus sem kom út á Islandi 1948 undir heitinu Atómstööin. Þau luku þýðingunni í mars 1950 og var stefnt að því að gefa hana út þá um haustið. Það dróst þó til 1952 vegna fjárhags- vandræða Gyldendalsforlagsins. Halldór mun sjálfur hafa stungið upp á titlinum Organistens hus þar sem forstjóri Gyldendals taldi að íslenski titillinn gæti fælt lesendur frá.54 Bókin kom út í kiljuútgáfu 1967 og var titillinn þá Atomstationen. Þær tíu bækur Halldórs sem Jakob þýddi hafa margsinnis verið endurprentaðar og ávallt fengið mjög góða dóma í dönskum blöðum. Hann var í viðtali í Tímanum 23. febrúar 1975 spurður hvort erfitt hefði verið að þýða bækur Halldórs. Hann svaraði: Það var ákaflega gaman. Jú, víst var það erfitt, því að Halldór er allt annað en auðþýddur á erlend mál, en auk þess háði það mér að ég er ekki innfæddur Dani. Að vísu var ég búinn að eiga heima í Danmörku í mörg ár og það átti víst svo að heita, að ég kynni dönsku nokkurn veginn sæmilega eins og hún verður lærð af bókum. En það er nú sama: Útlendingur fær aldrei sömu tilfinningu fyrir máli og sá maður, sem fæddur er og alinn upp með þeirri þjóð sem málið talar. Hins vegar bjargaði það mér nrikið, að kona mín er dönsk og hennar lið var mér alveg ómetanlegt á meðan á þessu verki stóð.55 Hér kemur það fram svart á hvítu að Grethe aðstoðaði Jakob við þýðingarnar þótt hennar hafi ekki verið getið fyrr en við þýðingu Atómstöðvarinnar. Þegar hér var komið á æviferli Jakobs var hann önnum kafinn við svo mörg verkefni að hann treysti sér ekki til að þýða fleiri bækur eftir Halldór. Hann lagði þó þýðingar ekki alveg á hilluna en þýddi fyrir Þjóðleikhúsið tvö leikrit árið 1954. Annað var / deiglunni (The Crucible) eftir Arthur Miller sem leikhúsið frumsýndi 5. nóvember 1955. Það var tekið til sýningar aftur að vori 1986 og hafði Jakob árinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.