Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 44

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 44
42 GUÐRÚN KVARAN ANDVARI áhugamálum á sviði íslenskra fræða. Hið fyrra var Crymogœa eftir Arngrím Jónsson sem út kom á vegum Sögufélagsins 1985 og skrifaði hann einnig inngang og samdi skýringar við verkið.56 Rit Arngríms kom fyrst út í Hamborg undir titlinum Crymogaea sive Rerum Islandicarvm Libri III. Ekkert ártal var á titilsíðu en bókin var gefin út 1609. Ekki þýddi Jakob allt rit Arngríms heldur valdi úr því nokkra meginþætti í samráði við útgefendur. Hann sleppti þeim köflum sem Arngrímur endursagði eða þýddi eftir kunnum heimildum en lagði ekkert til sjálfur. Jakob rakti það sem fellt var niður en gætti þess að sjónarmið Arngríms kæmust til skila þótt textinn yrði ekki allur með.57 Enginn þekkti rit Arngríms betur en Jakob og var honum vel treystandi til að velja rétt og hafna. Þýðing Jakobs er mikilvægur skerfur til betri skilnings á 17. aldar hugsunarhætti öllum þeim sem ekki treysta sér til að brjótast í gegnum latínutextann. Hitt verkið sem Jakob þýddi af þessu tagi var íslandslýsing eftir Peder Hansen Resen.58 Þar samdi hann einnig inngang og skýringar. Hann taldi lýsingu Resens bera af ritum erlendra manna um Island á sinni tíð. Hún muni þó engin áhrif hafa haft enda fáum kunn. Allt fram á daga Þorvalds Thoroddsens hafi síðari höfundar haft hana að engu. Jakob leit á íslandslýsinguna sem aldarspegil sem að auki varðveiti efni úr glötuðum ritum. Hann gerði rækilega grein fyrir þeim ritum, prentuðum og óprentuðum, sem hann taldi Resen hafa notað og benti á að Islandslýsing hans væri að því leyti ólík öðrum lýsingum erlendra manna að Resen sótti mestan hluta efnis síns til íslenskra rita. Sama má segja um þetta rit og hið fyrra að Jakob vann með þýðingunni mikil- vægan skerf til bættrar þekkingar á 17. aldar textum sem flestum hafa verið óaðgengilegir.59 Þá þýddi Jakob latínutexta í útgáfu Jóns Samsonarsonar á riti Páls Vídalín, Recensus poetarum et conscriptorum Islandorum hujus et superioris seculi,60 og ýmsa styttri texta fyrir Tímarit Máls og menn- ingar og Skírni. Forstöðumaður Orðabókar Háskólans Eins og þegar hefur verið nefnt varð mikill áhugi á samningu sögulegra orðabóka í norðanverðri Evrópu í lok 19. aldar og í upphafi hinnar 20. Hugmyndin um sögulega íslenska orðabók kom fyrst fram 1918 og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.