Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 55
andvari
JAKOB BENEDIKTSSON
53
Þá vék Jakob að því að söfnun úr mæltu máli hefði löngum valdið
orðabókarmönnum áhyggjum. Engin tök voru á að sinna slíkri söfnun
markvisst þá fremur en nú vegna skorts á fjármunum og mannafla.
En margir velvildarmenn orðabókarstarfsins höfðu um árabil sent
Orðabókinni margvíslegan fróðleik um orð og notkun þeirra. Og Jakob
hélt áfram:
Það sem við höfum fengið hefur fyrir löngu sannfært okkur um að af miklu er
að taka, og að mikill fjöldi orða lifir enn óskráður á munni almennings. Við
gerum okkur vonir um það, orðabókarmenn, að þessi þáttur muni hjálpa okkur
til að komast í samband við fólk víðs vegar um land, sem geti orðið okkur að
liði í þessum efnum, sent okkur sjaldgæf orð og talshætti, spurt um merkingar
fágætra orða og annað því um líkt.
Ef til vill hefur Jakob, þegar hann skrifaði þessi orð, haft í huga hug-
myndir vinar síns Þórbergs Þórðarsonar um söfnun úr mæltu máli sem
fór afar vel af stað snemma á 20. öld en lagðist niður vegna fjárskorts.81
Ekki stóð á liðsinni almennings. Fyrst í stað var efni þáttanna orð-
fræði og málfarslegar leiðbeiningar auk orðasöfnunar en eins og þeir
vita sem fylgdust með þættinum um íslenskt mál á sínum tíma þróaðist
hann smám saman í að verða samvinnuvettvangur Orðabókarinnar og
hlustenda Ríkisútvarpsins og svo hélst allan þann tíma sem þátturinn
var á dagskrá. Framan af bárust svörin fyrst og fremst í bréfum og er
bréfasafnið náma fróðleiks um einstök orð og orðasambönd, ekki síst
staðbundið málfar og stéttbundið, og þar má einnig finna lýsingar á
ýmiss konar verkháttum til sjávar og sveita svo að eitthvað sé nefnt.
Síðar varð þróunin sú að margir heimildarmenn kusu heldur að hringja.
Erðu samtölin oft ærið löng þar sem heimildarmenn fengu þann tíma
sem þeir þurftu til að koma því til skila sem þeir höfðu að segja. Hver
Eytjandi vann upp úr þeim svörum sem hann fékk og öll bréf voru lesin
°g orð og umhverfi þeirra færð á seðla. í þessu safni, sem venjulega
gengur undir nafninu talmálssafn, eru nú á að giska 220.000 seðlar
rrteð um 40.000 orðum þar sem fram koma upplýsingar um merkingu
Þeirra, notkun, hvaðan af landinu þau hafa borist og hverjir heimildar-
mennirnir eru.
Arangur af þessu samstarfi fór langt fram úr öllum þeim vonum
sem við þættina voru bundnar í upphafi og eignaðist Orðabókin með
arunum mikinn fjölda tryggra heimildarmanna. Til gamans má geta
að haustið 1986, þegar þátturinn var þrjátíu ára, var gerð könnun