Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 55

Andvari - 01.06.2011, Page 55
andvari JAKOB BENEDIKTSSON 53 Þá vék Jakob að því að söfnun úr mæltu máli hefði löngum valdið orðabókarmönnum áhyggjum. Engin tök voru á að sinna slíkri söfnun markvisst þá fremur en nú vegna skorts á fjármunum og mannafla. En margir velvildarmenn orðabókarstarfsins höfðu um árabil sent Orðabókinni margvíslegan fróðleik um orð og notkun þeirra. Og Jakob hélt áfram: Það sem við höfum fengið hefur fyrir löngu sannfært okkur um að af miklu er að taka, og að mikill fjöldi orða lifir enn óskráður á munni almennings. Við gerum okkur vonir um það, orðabókarmenn, að þessi þáttur muni hjálpa okkur til að komast í samband við fólk víðs vegar um land, sem geti orðið okkur að liði í þessum efnum, sent okkur sjaldgæf orð og talshætti, spurt um merkingar fágætra orða og annað því um líkt. Ef til vill hefur Jakob, þegar hann skrifaði þessi orð, haft í huga hug- myndir vinar síns Þórbergs Þórðarsonar um söfnun úr mæltu máli sem fór afar vel af stað snemma á 20. öld en lagðist niður vegna fjárskorts.81 Ekki stóð á liðsinni almennings. Fyrst í stað var efni þáttanna orð- fræði og málfarslegar leiðbeiningar auk orðasöfnunar en eins og þeir vita sem fylgdust með þættinum um íslenskt mál á sínum tíma þróaðist hann smám saman í að verða samvinnuvettvangur Orðabókarinnar og hlustenda Ríkisútvarpsins og svo hélst allan þann tíma sem þátturinn var á dagskrá. Framan af bárust svörin fyrst og fremst í bréfum og er bréfasafnið náma fróðleiks um einstök orð og orðasambönd, ekki síst staðbundið málfar og stéttbundið, og þar má einnig finna lýsingar á ýmiss konar verkháttum til sjávar og sveita svo að eitthvað sé nefnt. Síðar varð þróunin sú að margir heimildarmenn kusu heldur að hringja. Erðu samtölin oft ærið löng þar sem heimildarmenn fengu þann tíma sem þeir þurftu til að koma því til skila sem þeir höfðu að segja. Hver Eytjandi vann upp úr þeim svörum sem hann fékk og öll bréf voru lesin °g orð og umhverfi þeirra færð á seðla. í þessu safni, sem venjulega gengur undir nafninu talmálssafn, eru nú á að giska 220.000 seðlar rrteð um 40.000 orðum þar sem fram koma upplýsingar um merkingu Þeirra, notkun, hvaðan af landinu þau hafa borist og hverjir heimildar- mennirnir eru. Arangur af þessu samstarfi fór langt fram úr öllum þeim vonum sem við þættina voru bundnar í upphafi og eignaðist Orðabókin með arunum mikinn fjölda tryggra heimildarmanna. Til gamans má geta að haustið 1986, þegar þátturinn var þrjátíu ára, var gerð könnun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.