Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 114

Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 114
112 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI sé að verða á Hemingway. „í mörgum glæsilegum ritverkum hefur hann lýst lífi ríkra iðjuleysingja og fagurra kvenna á baðstöðum, bílferðum og í ástum. Hann hefir líka lýst hinum venjulegu sonum alþýðunnar, en alt af sem þöglum eintrjáningum, án næmni og vakandi vitundar. [...] En nú hefir Hemingway sjálfur hrifist af hinu virkilega lífi fólksins, sem honum aldrei tókst að túlka í bókum sínum [...]. Nú hefir hann uppgötvað þetta líf hjá alþýðunni spönsku, sem greip til vopna til varnar frelsisins. Nú stjórnar hann sjúkravagni á víg- stöðvum Madridborgar, sem óbreyttur liðsmaður í þjónustu mannkynsins."22 Segja má að hér birtist mjög eindregin afstaða til þeirra tengsla ritstarfanna og annarra lífsathafna rithöfundarins, sem rædd voru í fyrsta hluta þessarar ritgerðar, en jafnframt fremur þröng sýn á skáldverk höfundarins. Hemingway og Halldór Sem fyrr segir leikur Halldór Laxness lykilhlutverk í innkomu Hemingways á íslenskt bókmenntasvið, ekki aðeins með þýðingunni á „Ljósi heimsins“ heldur einnig formálanum, sem þegar hefur verið vitnað til hér að framan. Hann hefst með þessum orðum: Ernest Hemingway er ef til vill furðulegasti meistari nútímaskáldsögunnar; að minsta kosti sá, sem brotið hefur fleiri viðurkend lögmál með meira árangri en nokkur annar, að James Joyce ekki undanskildum. Þegar talað er um aðra höfunda nútímans, stendur hann, ekki síður en Joyce, einn sér, utan flokka. Fyrstu bækur hans mættu litlum skilningi, sem við var að búast, því þær stinga í stúf við flest, sem þekt er í vinnubrögðum sagnaskáldskapar fram að þessu. En hin ómótstæðilega skírskotun hans til hins mannlega gerði hann fljótt að dýrlingi hjá skáldsagnalesurum um gervallan heim, sérstaklega þó meðal mentaðra borgara, og skilur hér milli hans og Joyce. Þegar saga hans, Kveðja til vopnanna (Farewell to Arms), kom út 1929, gafst öll gagnrýni upp. Jafnvel íhaldssöm bókmentamálgögn, eins og enska „Nation", lýstu yfir því, að saga þessi væri bezta bók, sem nokkur amerískur maður hefði ritað. - Það má annars einkenna skáldskaparstefnu Hemingways sem spegilmynd af dauðateygjum borgaralegs hugmyndaheims. Það eru ekki síst textar sem þessir er vekja mann til vitundar um það hvernig þýðingar og útlistanir á verkum erlendra höfunda mynda þræði í íslenskri bókmenntasögu. Halldór Laxness er á þessum tíma að ryðja sér til rúms í íslenskum bókmenntum; hann er í miðjum klíðum að skrifa Sjálfstœtt fólk. Fullyrðing hans um að Hemingway hafi gengið lengra en James Joyce í átökum við lögmál frásagnarlistarinnar er hæpin í meira lagi og síðan upp- hefur hann meinta skírskotun Hemingways til hins mannlega á kostnað Joyce. Laxness er hér meðal annars að staðsetja sjálfan sig í litrófi samtímabók- menntanna. Hann hefur fjarlægst þann módernisma sem gjarnan er tengdur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.