Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Síða 51

Andvari - 01.06.2011, Síða 51
andvari JAKOB BENEDIKTSSON 49 ritið Junius 120 og samdi mismunagreinar. Eftir það fór Jakob yfir allt verkið, leiðrétti og færði til betri vegar. Orðabókin kom út 1999 en fyrr sama ár lést Jakob. Eg minnist þess að mér fannst það undarlegt hversu sjaldan Jakob leit inn á Orðabókina eftir að hann hætti störfum og sá ég hann þó oft á leið í Arnagarð í heimsókn eða til grúsks á Árnastofnun. Ég skil þetta betur nú, rúmum þrjátíu árum síðar. Ákveðnum þætti var lokið í lífi Jakobs. Nú gat hann loks sinnt því óskiptur sem hugur hans stóð helst til. Ordabókarhandrit Jóns Ólafssonar úr Grunnavík Eitt þeirra verka Jakobs á Orðabókinni sem stendur upp úr öðrum er vinna hans við orðabókarhandrit Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Það var þá varðveitt í níu fólíóbindum á Stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn (AM 433 fol.). Um miðjan sjötta áratuginn hafði stofnunin fengið aukið fé til útgáfu en einnig til þess að ljósrita handrit. Tengdist þetta umræðum um handritaskil Dana til íslendinga. Jón Helgason lét á þessum árum ljósmynda fjölda handrita, þar á meðal orðabókarhandrit Jóns úr Grunnavík, nálega 6000 blaðsíður, í tveimur eintökum og gefa Orðabók Háskólans annað.75 Myndirnar af orðabókar- handritinu eru varðveittar á orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (áður Orðabók Háskólans) en frumritið sjálft barst hingað til lands í handritaskilum og er varðveitt í handritageymslu stofnunarinnar. Sjálfur hafði Jón Helgason skrifað doktorsritgerð um Jón úr Grunna- Vlk og sagði um orðabók hans: Hún er merkilegasta og rækilegasta orðabók aldarinnar og hefur ærinn fróðleik að geyma um þjóðtrú, menningarsögu og bókmentir. Ef hún væri komin í boð- legt lag, myndi enginn hika við að kalla hana eitt helzta afrek í fræðimensku Islendinga á 18. öld. Þegar að því kemur, að samin verður hin mikla orðabók, sem sýni vöxt og viðgang íslenzkrar tungu öld eftir öld, verður óhjákvæmilegt að nota hana til vandlegs yfirlits og samanburðar, og má þá vænta þess, að mörg orð verði þar að finna, sem hvergi sje bókfest í eldri ritum, og að oft þurfi til hennar að vísa.76 Jakob sagði sjálfur í erindi á ráðstefnu Góðvina Grunnavíkur- Jóns 1994 að hann hefði séð og handleikið orðabókarhandritið á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.