Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 62
44
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
um og lausu máli síðan. Mörg kvæði
Eggerts eru, eins og kvæði Popes,
tilraunir eða huganir stráðar þéttum
neðanmálsgreinum. Ádeila hans á
ímynduð lönd og þjóðir (sukkudokk-
ar = psycho-dochoi fiðrildaveiðarar,
eru eftir forskrift Swifts og Hol-
bergs) og hinn mikli áhugi hans á
náttúrunni (Haller, Rousseau) var
hvorttveggja tímanna tákn (stund-
leg fyrirbrigði), en aðeins áhuginn á
náttúrunni átti það fyrir sér að auk-
ast og margfaldast í öllum skáldskap
og ekki sízt á Norðurlöndum vegna
grasafræðirannsókna Linnés. Áhugi
Eggerts á dróttkvæðunum og máli
þeirra fornu hefur eflaust aukizt
vegna áhrifa frá mönnum endur-
reisnarinnar, sem dáðust að hvoru-
tveggja, enda varði Jón Ólafsson
Svefneyingur, bróðir Eggerts, fyrst-
ur manna æfi sinni til að skýra
þessi torskildu kvæði, en vera má
líka, að Eggert hafi í huga sínum
jafnað þessum fornu kvæðum við
ljóð Virgiliusar og Homers.
Þótt Eggert réði frá því í kvæða-
bókarformála sínum (sem er merk-
ust heimild um skoðanir hans á
tímabærri ljóðagerð) að blanda sam-
an þessum tveim goðheimum, þá
varð honum það sjálfum á í einstaka
kvæði. Flestir hættir Eggerts voru
gamlir og hefðbundnir, svo sem
fornyrðislag, dróitkvæður háttur og
vikivaka hættir ýmsir og Ijómulag.
Gamalt og hefðbundið var líka ka-
þólska hymnalagið, er hann sneri
með galsa í drykkjukvæðið, Ó, mín
flaskan fríða. Annars er vert að at-
huga það til skýringar þessum sálma-
skopstælingum, sem Kristleifur Þor-
steinsson segir um þær í bók sinni,
Úr byggðum Borgarf jarðar. 1944, bls.
148. Hann segir, að þessar skopstæl-
ingar, eða eins og hann kallar þær,
druslur, hafi verið notaðar til söng-
æfinga í sínu ungdæmi til þess að
vanhelga ekki sálmana sjálfa, ef
menn kynnu að fara út af laginu.
Frægust og vinsælust skopstæling
af þessu tagi var „Hrakfallabálkur“
Bjarna Gissurarsonar, Hjöluðu
tveir í húsi forðum, sem stældur
var eftir hinum mikla harma-
grát Maríu, Stabai mater dolorosa.
Eggert Ólafsson notar þann hátt
á ljóðabréfi til Jóns Eiríkssonar
og í „Hrafnahroðri eðr erfisdrápu
eftir Litla-krumma“ (bls. 215-16) ef-
laust skoperfiljóðum. Fleiri kunnir
sálmahættir eru í kvæðum Eggerts,
þó hef ég ekki fundið þar hið forna
latneska líksöngslag Iam moesta
quiesce querela eða á ísl. „Syrgj-
um vér sáluga bræður“, snúið í skop-
harmagrát. Þó hefir það með vissu
verið svo notað um miðja öldina í
„Nýjungasálmi" séra Snorra Björns-
sonar prests á Húsafelli í Borgar-
firði, höfundar leikritsins Sperðils,
er síðar verður getið. Steingrímur
J. Þorsteinsson tilfærir nokkur er-
indi úr þessum sálmi í riti sínu Upp-
haf leikritunar á íslandi (1943); þar
með þetta:
Prestarnir nú búningi breyta;
bragnar ekki svartklæðum skeyta,
mórauðir og gráklæddir ganga,
gott ef kunni álit að fanga.
Bezt kunnur mun hátturinn og
lagið vera á skoperfiljóði Jónasar
Hallgrímssonar, „Friðar biðjum Þor-
keli þunna“, en hann er líka á
„Tobbu-kvæði“ Hallgríms Ásmunds-
sonar í Stóra-Sandfelli. Þetta voru,
sem sagt, allt gamlir hættir.