Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 62

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 62
44 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA um og lausu máli síðan. Mörg kvæði Eggerts eru, eins og kvæði Popes, tilraunir eða huganir stráðar þéttum neðanmálsgreinum. Ádeila hans á ímynduð lönd og þjóðir (sukkudokk- ar = psycho-dochoi fiðrildaveiðarar, eru eftir forskrift Swifts og Hol- bergs) og hinn mikli áhugi hans á náttúrunni (Haller, Rousseau) var hvorttveggja tímanna tákn (stund- leg fyrirbrigði), en aðeins áhuginn á náttúrunni átti það fyrir sér að auk- ast og margfaldast í öllum skáldskap og ekki sízt á Norðurlöndum vegna grasafræðirannsókna Linnés. Áhugi Eggerts á dróttkvæðunum og máli þeirra fornu hefur eflaust aukizt vegna áhrifa frá mönnum endur- reisnarinnar, sem dáðust að hvoru- tveggja, enda varði Jón Ólafsson Svefneyingur, bróðir Eggerts, fyrst- ur manna æfi sinni til að skýra þessi torskildu kvæði, en vera má líka, að Eggert hafi í huga sínum jafnað þessum fornu kvæðum við ljóð Virgiliusar og Homers. Þótt Eggert réði frá því í kvæða- bókarformála sínum (sem er merk- ust heimild um skoðanir hans á tímabærri ljóðagerð) að blanda sam- an þessum tveim goðheimum, þá varð honum það sjálfum á í einstaka kvæði. Flestir hættir Eggerts voru gamlir og hefðbundnir, svo sem fornyrðislag, dróitkvæður háttur og vikivaka hættir ýmsir og Ijómulag. Gamalt og hefðbundið var líka ka- þólska hymnalagið, er hann sneri með galsa í drykkjukvæðið, Ó, mín flaskan fríða. Annars er vert að at- huga það til skýringar þessum sálma- skopstælingum, sem Kristleifur Þor- steinsson segir um þær í bók sinni, Úr byggðum Borgarf jarðar. 1944, bls. 148. Hann segir, að þessar skopstæl- ingar, eða eins og hann kallar þær, druslur, hafi verið notaðar til söng- æfinga í sínu ungdæmi til þess að vanhelga ekki sálmana sjálfa, ef menn kynnu að fara út af laginu. Frægust og vinsælust skopstæling af þessu tagi var „Hrakfallabálkur“ Bjarna Gissurarsonar, Hjöluðu tveir í húsi forðum, sem stældur var eftir hinum mikla harma- grát Maríu, Stabai mater dolorosa. Eggert Ólafsson notar þann hátt á ljóðabréfi til Jóns Eiríkssonar og í „Hrafnahroðri eðr erfisdrápu eftir Litla-krumma“ (bls. 215-16) ef- laust skoperfiljóðum. Fleiri kunnir sálmahættir eru í kvæðum Eggerts, þó hef ég ekki fundið þar hið forna latneska líksöngslag Iam moesta quiesce querela eða á ísl. „Syrgj- um vér sáluga bræður“, snúið í skop- harmagrát. Þó hefir það með vissu verið svo notað um miðja öldina í „Nýjungasálmi" séra Snorra Björns- sonar prests á Húsafelli í Borgar- firði, höfundar leikritsins Sperðils, er síðar verður getið. Steingrímur J. Þorsteinsson tilfærir nokkur er- indi úr þessum sálmi í riti sínu Upp- haf leikritunar á íslandi (1943); þar með þetta: Prestarnir nú búningi breyta; bragnar ekki svartklæðum skeyta, mórauðir og gráklæddir ganga, gott ef kunni álit að fanga. Bezt kunnur mun hátturinn og lagið vera á skoperfiljóði Jónasar Hallgrímssonar, „Friðar biðjum Þor- keli þunna“, en hann er líka á „Tobbu-kvæði“ Hallgríms Ásmunds- sonar í Stóra-Sandfelli. Þetta voru, sem sagt, allt gamlir hættir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.