Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 69

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 69
gimliför mín 51 ir vikið voga ég ekki að merkja téð- ar athuganir og upphrópanir gæsa- iöppum. Þið gætuð klekkt á mér og komið mér í bölvun fyrir „miskvót“. Af sömu ástæðu nafngreini ég ykk- ur ekki, og læt mér nægja þanka- strik til merkis um, að þið hafið orðið. Búast má við, að tilviljun og for- vitni hvetji fleiri en ykkur til að hnýsast í þetta bréf, þó opið sé; og er ekki nema sanngjarnt að gera þeim grein fyrir fáfræði okkar og óviti á öllu, sem að list lýtur. Or- sökin er fyrirmálsfæðing okkar, sem við eigum enga sök á, þrátt fyrir alla speki frívilja- og framtakssinna. A skólaárum okkar sást og heyrðist sjaldan orðið „list“, og var ekki að finna í námsgreinaskrám skóla, sem við höfðum aðgang að. En tilsögn íengum við í bókmenntum, og opn- aði hún okkur óbeinlínis heim listar- innar. Þótti okkur gott þar inn að líta, án þess þó að skilgreina undrin ú akademískan hátt. Þeim tökum, sem töfrar ins nýja heims tóku okkur, treysti ég mér ekki til að iýsa, en gef ykkur orðið. •— Ah-humm. Ja, hvað skal segja? Hvað er skáldskapur? Hvað er list? Hvað er fegurð? —- Við þessum spurningum læt ég uaér nægja svarið við inni alda- gömlu spurningu: Hvað er sann- leikur? — „Sannleikurinn óyggjandi °g allur, er ástand vort, en ekki vé- frétt nokkur.“ — Og ástandi manns ráða hvatir hans, ástríður, tilfinningar, hugvit, orfðir, aðstæður og ég veit ekki hvað ~~ segir akademían. En skáldið tek- Ur öll þessi fenómen saman í eitt. — Það er listin. Og skrifað stendur: „Sá, sem hefur vit, en ekki tilfinn- ingar, er hálfviti, en sá sem hefur til- finningar en ekki vit, er óviti.“ — Fyrir mitt leyti get ég notið skáld- skapar eða listar eða hvað það nú nefnist, án þess að gera mér rellu út af því, hvers eðlis það er. Sæl- kerar sækja í vissar krásir, án þess að vita úr hverju og á hvern hátt þær eru tilreiddar. Og ekki held ég að skólalærdómur útheimtist til þess að heilbrigð ungmenni njóti til- hugalífsins. — Þetta líkar mér að heyra. Mér er sama hvaðan gott kemur og hverrar náttúru það er, eða hverju nafni það nefnist — skáldskapur, list — bara það hrifsi svo hressilega í minn innra mann, að tilfinningar, sem lágu í kalda koli, taki að verma og lýsa; vit og skynjun vakni til skýrari skilnings; grafnar minning- ar rísi, endurfæddar og ummynd- aðar, upp frá dauðum. Einnig set ég upp, að þessi reynsla endurtakist og aukist í hvert skipti og hversu oft ég les, heyri eða skoða skáldverkið; og ég er hér ekki kröfuharðari en sagan, sem gefur verkinu nafnið klassík, hafi það engum töfrum sín- um tapað eftir ár og aldir. Kannske okkur sé betra að fara ekki frekar út í þessa sálma. Hver veit nema svona tal leiði til brjál- semi? — Prófessor Bergmann sagði: „Við skiljum ekki ævinlega skáldin; og er hæpið þau skilji sig ætíð sjálf.“ — Og Gilka sagði: „Ég skrifa nót- urnar; fólkið semur músíkina. — Og Chesterton gaf það eftir, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.