Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Qupperneq 12

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Qupperneq 12
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201112 raddir Ungs fólks Um stærðfræðinám að hugmyndum og viðhorfum nemenda til stærðfræði, stærðfræðináms og sjálfra sín sem stærðfræðinemenda. Slíkar upplýsingar geta verið leiðarvísir í þróun stærðfræði- kennslu. Í skýrslum um PISA-rannsóknirnar, Education at a glance (OECD, 2003, 2005, 2007a) og Learners for life (Artelt, Baumert, Julius-McElvany og Peschar, 2003), er greint frá niðurstöðum og reynt að draga fram sameiginlega þræði og sérkenni landa. Í niður- stöðum kemur fram að í OECD-löndunum standa drengir almennt betur að vígi í stærðfræði en stúlkur, þótt munurinn sé ekki mikill. Þegar viðhorf unglinga til náms- aðferða og eigin hæfni eru skoðuð eftir kynjum kemur í ljós skýrari munur. Í flestum landanna virðast viðhorf á ákveðnum sviðum vera kynbundin. Þar má nefna að nem- endur virðast beita ólíkum námsleiðum eftir kyni. Drengir eru oft öruggari en stúlkur og hafa áhuga á stærðfræði. Þeir eru einnig líklegri til að trúa að þeir ráði við erfið verkefni og njóta þess að keppa við aðra. Í sumum löndum eru þeir líklegri til að vilja nota rannsóknarnálgun (e. elaboration strategies). Stúlkur hafa meiri hug á að stjórna námi sínu og meta hvað þær þurfa að leggja fram. Þær telja að þær leggi sig betur fram og hafi meira úthald við námið en drengir. Í sumum löndum hallast þær líka meira að utanbókarlærdómi og eru jafnframt meira fyrir samvinnunám en drengir. Niðurstöður PISA-rannsóknanna gefa því til kynna kynjamun hvað varðar viðhorf og námsaðferðir í stærðfræði. Ef niðurstöður PISA-rannsóknanna fyrir Ísland eru skoðaðar sérstaklega má sjá að stúlkur ná mun betri árangri í lestri og heldur betri árangri í stærðfræðilegu læsi en drengir. Niðurstöður um námsaðferðir eru svipaðar fyrir drengi og stúlkur þegar spurt er um utanbókarlærdóm og beitingu skipulegrar hugsunar. Fram kemur að stúlkur telja sig hafa meira úthald og einbeitingu við námið en drengir, meðan drengir telja sig frekar beita rannsóknarnálgun. Stúlkur sýna töluvert jákvæðara viðhorf til samvinnu- náms en drengir hafa mun jákvæðara viðhorf til samkeppnisnáms. Í samanburði við stúlkur hafa drengir sterkari trú á eigin getu til að læra og til að takast á við ögrandi verkefni sem krefjast glímu til að brjóta þau til mergjar og leysa þau. Í rannsóknum Leder (1995), Leder og Forgasz (2002) og Brandell o.fl. (2003) kemur fram svipuð niðurstaða og í PISA-rannsóknunum. Í þessum rannsóknum er skoðað sambandið milli andrúmsloftsins í skólaumhverfinu og viðhorfa nemenda til sjálfra sín sem stærðfræðinemenda. Niðurstaða þeirra er sú að stúlkur, frekar en drengir, tengja góðan árangur við iðni, vanmeta getu sína og finna fyrir minni þrýstingi frá foreldrum um að standa sig í stærðfræði. Skýrasta niðurstaða þeirra er sú að drengir telja stærðfræði frekar karlagrein en stúlkurnar, sem telja almennt að stærðfræði sé ekki kynbundin grein. Einnig kemur fram að drengir fá meiri hvatningu til stærð- fræðináms, m.a. vegna þess að þeir taka oftar frumkvæði og ná oftar faglegum sam- ræðum við kennarann. Þessar rannsóknir sýna að skýringa á því af hverju konur eru mun færri í stærðfræðitengdum greinum í Háskóla Íslands (Hagstofa Íslands, 2009a) er ekki að leita í námsárangri heldur kynbundnum hugmyndum og viðhorfum til starfsvals og stærðfræði og stærðfræðináms. Áberandi er ef skoðuð er kynjaskipting á námsbrautum á háskólastigi að karla er fyrst og fremst að finna á stærðfræðitengdum brautum. Það eru einu brautirnar þar sem karlar eru í miklum meirihluta þó að konur séu mun fleiri í háskólanámi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.