Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 15

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 15
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 15 gUðbJörg pálsdóttir og ólöf bJörg steinþórsdóttir viðtali gafst stúlkunum tækifæri til að útskýra betur hugsun sína og rannsakandi lagði fram frekari spurningar. Á grundvelli þessarar upplýsingaöflunar var heildarfrásögn um viðhorf hverrar stúlku unnin. Markmiðið var að fá hugmynd um viðhorf íslenskra unglingsstúlkna til stærðfræði, stærðfræðináms og sjálfra sín sem stærðfræðinem- enda. Þannig var fyrirbærið stærðfræðinám unglingsstúlkna greint með aðstoð þeirra sjálfra. Viðfangsefninu var skipt í þrjá hluta, þ.e. viðhorf til stærðfræði, viðhorf til stærð- fræðináms og viðhorf stúlknanna til sín sem stærðfræðinemenda. Í viðtali um viðhorf til stærðfræði var áhersla lögð á að fá fram hugmyndir viðmælenda um stærðfræði, hvernig skilgreina mætti hugtakið stærðfræði og hvernig stærðfræði væri notuð í sam- félaginu. Þegar leitað var að viðhorfum til stærðfræðináms voru viðmælendur beðnir að lýsa venjulegum stærðfræðitíma, jákvæðri upplifun af stærðfræðinámi, góðum stærðfræðikennara og vinnubrögðum í stærðfræðinámi. Í spurningum til stúlknanna um þær sjálfar sem stærðfræðinemendur var sjónum beint að líðan þeirra við námið, trú á eigin getu og viðhorfum til mismunandi inntaksþátta. Árið 2008 voru aftur tekin viðtöl við sömu stúlkur. Eitt viðtal var tekið við hverja stúlku og notaðar voru sömu spurningar og árið 2003. Einnig voru notaðir sömu greiningarlyklar og í fyrri rannsókn. Stúlkurnar lásu auk þess sögu sína frá 2003 og brugðust við henni. Markmiðið var að fá fram viðhorf þeirra fimm árum seinna og skoða hvort og hvernig þau hefðu þróast. Rannsóknin Skoðun á kynbundnum þáttum í niðurstöðum í PISA 2003 fyrir Ísland Markmið rannsóknarinnar Skoðun á kynbundnum þáttum í niðurstöðum PISA 2003 fyrir Ísland: Viðtöl við ungt fólk (Ólöf Björg Steindórsdóttir og Sriraman, 2008) var að skoða hugmyndir ungs fólks um niðurstöður PISA 2003. Ástæðan fyrir þessari rannsókn var að í PISA 2003 komu fram óvenjulegar niðurstöður á Íslandi í samanburði við önnur þátttökulönd að því leyti að marktækur kynjamunur fannst á stærðfræðiárangri nem- enda, stúlkum í hag. Fjögur hópviðtöl og tvö einstaklingsviðtöl voru tekin. Hópvið- tölin voru við tvo hópa af norðurhluta landsins, einn hóp af höfuðborgarsvæðinu og einn hóp af Suðurnesjum. Einstaklingsviðtölin voru við tvo einstaklinga af Vestur- landi en þau komu þannig til að aðrir úr viðkomandi hópum mættu ekki til viðtals. Hópviðtöl voru notuð til að ná sem fjölbreyttustum sjónarmiðum á sem skemmstum tíma, því eins og fram kemur hjá Morgan „tveir átta manna markhópar gefa jafn- margar hugmyndir og tíu einstaklingsviðtöl“ (Morgan, 1997, bls. 14, íslensk þýðing greinarhöfunda). Talið var nóg að taka fjögur hópviðtöl víða um land því að „í eins- leitum hópum fara svörin að vera endurtekning á meginþræðinum eftir þrjá til fjóra hópa“ (Aubel, 1994, bls. 21, íslensk þýðing greinarhöfunda). öll viðtölin voru í þremur hlutum. Fyrst var hópurinn beðinn að lýsa því hvernig stærðfræðikennslan hefði verið þegar viðmælendur voru í 8.–10. bekk. Var það gert til að fá einhverja mynd af þeirri stærðfræðikennslu sem nemendur sem tóku þátt í PISA 2003 höfðu notið. Þá voru þeim kynntar almennar niðurstöður PISA 2003 og sérstaða Íslands hvað varðar kynjamun. Viðmælendur voru beðnir að ígrunda þessar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.