Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 15
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 15
gUðbJörg pálsdóttir og ólöf bJörg steinþórsdóttir
viðtali gafst stúlkunum tækifæri til að útskýra betur hugsun sína og rannsakandi lagði
fram frekari spurningar. Á grundvelli þessarar upplýsingaöflunar var heildarfrásögn
um viðhorf hverrar stúlku unnin. Markmiðið var að fá hugmynd um viðhorf íslenskra
unglingsstúlkna til stærðfræði, stærðfræðináms og sjálfra sín sem stærðfræðinem-
enda. Þannig var fyrirbærið stærðfræðinám unglingsstúlkna greint með aðstoð þeirra
sjálfra.
Viðfangsefninu var skipt í þrjá hluta, þ.e. viðhorf til stærðfræði, viðhorf til stærð-
fræðináms og viðhorf stúlknanna til sín sem stærðfræðinemenda. Í viðtali um viðhorf
til stærðfræði var áhersla lögð á að fá fram hugmyndir viðmælenda um stærðfræði,
hvernig skilgreina mætti hugtakið stærðfræði og hvernig stærðfræði væri notuð í sam-
félaginu. Þegar leitað var að viðhorfum til stærðfræðináms voru viðmælendur beðnir
að lýsa venjulegum stærðfræðitíma, jákvæðri upplifun af stærðfræðinámi, góðum
stærðfræðikennara og vinnubrögðum í stærðfræðinámi. Í spurningum til stúlknanna
um þær sjálfar sem stærðfræðinemendur var sjónum beint að líðan þeirra við námið,
trú á eigin getu og viðhorfum til mismunandi inntaksþátta.
Árið 2008 voru aftur tekin viðtöl við sömu stúlkur. Eitt viðtal var tekið við hverja
stúlku og notaðar voru sömu spurningar og árið 2003. Einnig voru notaðir sömu
greiningarlyklar og í fyrri rannsókn. Stúlkurnar lásu auk þess sögu sína frá 2003 og
brugðust við henni. Markmiðið var að fá fram viðhorf þeirra fimm árum seinna og
skoða hvort og hvernig þau hefðu þróast.
Rannsóknin Skoðun á kynbundnum þáttum í niðurstöðum í PISA 2003
fyrir Ísland
Markmið rannsóknarinnar Skoðun á kynbundnum þáttum í niðurstöðum PISA 2003 fyrir
Ísland: Viðtöl við ungt fólk (Ólöf Björg Steindórsdóttir og Sriraman, 2008) var að skoða
hugmyndir ungs fólks um niðurstöður PISA 2003. Ástæðan fyrir þessari rannsókn var
að í PISA 2003 komu fram óvenjulegar niðurstöður á Íslandi í samanburði við önnur
þátttökulönd að því leyti að marktækur kynjamunur fannst á stærðfræðiárangri nem-
enda, stúlkum í hag. Fjögur hópviðtöl og tvö einstaklingsviðtöl voru tekin. Hópvið-
tölin voru við tvo hópa af norðurhluta landsins, einn hóp af höfuðborgarsvæðinu og
einn hóp af Suðurnesjum. Einstaklingsviðtölin voru við tvo einstaklinga af Vestur-
landi en þau komu þannig til að aðrir úr viðkomandi hópum mættu ekki til viðtals.
Hópviðtöl voru notuð til að ná sem fjölbreyttustum sjónarmiðum á sem skemmstum
tíma, því eins og fram kemur hjá Morgan „tveir átta manna markhópar gefa jafn-
margar hugmyndir og tíu einstaklingsviðtöl“ (Morgan, 1997, bls. 14, íslensk þýðing
greinarhöfunda). Talið var nóg að taka fjögur hópviðtöl víða um land því að „í eins-
leitum hópum fara svörin að vera endurtekning á meginþræðinum eftir þrjá til fjóra
hópa“ (Aubel, 1994, bls. 21, íslensk þýðing greinarhöfunda).
öll viðtölin voru í þremur hlutum. Fyrst var hópurinn beðinn að lýsa því hvernig
stærðfræðikennslan hefði verið þegar viðmælendur voru í 8.–10. bekk. Var það gert
til að fá einhverja mynd af þeirri stærðfræðikennslu sem nemendur sem tóku þátt í
PISA 2003 höfðu notið. Þá voru þeim kynntar almennar niðurstöður PISA 2003 og
sérstaða Íslands hvað varðar kynjamun. Viðmælendur voru beðnir að ígrunda þessar