Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 44
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201144
„bara ef maðUr hefði sett meiri kraft í þetta“
standa einir eftir þegar samnemendur útskrifuðust og ekki hafa haft tækifæri til að
kynnast öðrum í svipuðum sporum.
Brotthvarfsnemarnir sjö sem rætt var við náðu ágætum árangri í háskólanámi sínu
og álitu sig hafa verið nokkuð vel undirbúna fyrir háskólanám. Þeim gekk að eigin
sögn vel í framhaldsskóla en almennt ber rannsóknum saman um að námsárangur
í framhaldsskóla spái fyrir um gengi í háskólanámi (sjá t.d. Johnson, 2006; Jón Torfi
Jónasson og Kristjana Stella Blöndal, 2005; McKenzie og Schweitzer, 2001). Athyglis-
vert er að þeir töldu engu að síður að vinnubrögðum sínum hefði verið ábótavant og
virðist það einkum hafa komið niður á þeim þegar þeir þurftu að sýna sjálfstæð og
öguð vinnubrögð í BA-verkefni.
Þegar horft er til afleiðinga brotthvarfs fyrir þróun náms- og starfsferils þessara
einstaklinga virðast þær ekki alvarlegar fyrir núverandi starf. Allir viðmælendur að
einum undanskildum voru í starfi og flestir þeirra voru nokkuð sáttir, jafnvel í þeim
tilvikum þegar störfin tengdust ekki menntun þeirra. Athygli vekur að fjórir þeirra
töldu að gerð væri krafa um háskólamenntun í núverandi störfum en horft hefði verið
fram hjá því við ráðningu að þeir höfðu ekki lokið námi. Þótt þátttakendur væru
nokkuð ánægðir í núverandi störfum töldu þeir sig hafa takmarkaða möguleika á
vinnumarkaði. Þeir voru allir á einu máli um mikilvægi þess að hafa háskólagráðu
í nútímaþjóðfélagi og orðuðu það sem svo að ,,háskólagráðan myndi opna dyr að
fleiri mögulegum störfum“ og gera þeim kleift að þróa starfsferil sinn. Einnig virðist
brotthvarf úr námi hafa haft mikil áhrif á þróun námsferils hjá þessum einstaklingum
því enginn þeirra hefur farið í frekara nám á þeim tíma sem liðinn er síðan þeir voru
virkir nemendur við Háskóla Íslands. Þeir höfðu þó allir hug á að mennta sig frekar
og horfðu þá einkum til meistaranáms.
Það virðist hafa haft nokkuð mikil áhrif á sjálfsmynd og almenna líðan þátttak-
enda að hafa ekki lokið háskólanáminu. Þeir höfðu mikla sektarkennd yfir því og
töluðu um það sem markmið sem þeir hefðu ekki náð eða ,,ólokið verkefni“. Þeim
fannst þeir hafa brugðist sjálfum sér, fjölskyldum sínum og jafnvel vinnuveitendum í
þeim tilvikum þar sem þeir voru ráðnir á þeim forsendum að þeir myndu ljúka námi
samhliða starfi. Þeir áttu því erfitt með að svara spurningum um menntun sína og
gripu jafnvel til þess ráðs að segjast hafa lokið háskólanámi. Í rannsókn Jóhönnu Rósu
Arnardóttur (2003) komu fram sambærilegar niðurstöður þar sem fólki fannst skipta
miklu máli fyrir sjálfsöryggi að geta sagt ,,ég er …“ og vísa síðan í ákveðið starfsheiti.
Alvarlegast er að brotthvarfið virðist hafa haft þær afleiðingar, líkt og komið hefur
fram hjá yngra fólki sem hefur horfið frá námi á framhaldsskólastigi (Ágústa Björns-
dóttir; 2007; Kristjana Stella Blöndal og Jón Torfi Jónasson, 2002), að viðmælendur hafi
litla trú á eigin getu í námi. Þeir hafa einnig áhyggjur af því að leiðbeinandi þeirra við
ritgerðarskrifin hafi misst trú á þeim. Athyglisvert er að þetta gerist þó að þeir hafi
staðið sig vel í námi að öllu öðru leyti en því að ljúka lokaritgerð og útskrifast.
Í þessari rannsókn var rætt við sjö einstaklinga af tveimur fræðasviðum Háskóla
Íslands. Það vekur upp spurningar um hvort hægt sé að heimfæra niðurstöður hennar
upp á nemendur sem stunda nám á öðrum fræðasviðum. Ef til vill eiga niðurstöður
hennar síður við um þá sem eru í starfstengdu námi og hafa skýrari markmið þar sem
prófgráðan og jafnvel löggilding í kjölfar hennar er aðgöngumiði að starfi. Jafnframt