Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 45

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 45
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 45 hrafnhildUr V. k Jartansdóttir, kristJana stella blöndal og sif einarsdóttir er erfitt að meta hvort niðurstöðurnar eigi við um þá sem stunda nám í háskólum þar sem inntaka er takmörkuð og greiða þarf skólagjöld því brotthvarf er samspil einstak- lingsbundinna, stofnanalegra og samfélagslegra þátta sem móta náms- og starfsferil fólks eins og fram hefur komið. Þrátt fyrir þessa annmarka benda niðurstöðurnar til þess að síðbúið brotthvarf úr háskólanámi geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir náms- og starfsferil fólks. Þær geta einnig verið leiðarljós um það hvernig koma megi í veg fyrir síðbúið brotthvarf. Mikil- vægt er að hafa í huga að brotthvarf getur verið langt ferli og virðist, hjá þeim sem hér var rætt við, meðal annars eiga sér rætur í skorti á markmiðssetningu ásamt óöguðum og óskipulögðum vinnubrögðum sem þeir hafa tamið sér á fyrri stigum náms. Náms- og starfsráðgjöf gegnir lykilhlutverki í því að aðstoða einstaklinginn við að móta náms- og starfsferil sinn (Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, 2005; Gysbers og Henderson, 2000; Sandler, 2000) og þess vegna er afar mikilvægt að ungmenni hafi greiðan aðgang að heildstæðri og öflugri náms- og starfsráðgjöf í gegnum allan námsferilinn (Lent, 2005; Sandler, 2000). Það er einnig æskilegt að náms- og starfsráðgjafar, ásamt kennurum, reyni eins og kostur er að ýta undir og vekja athygli háskólanema á mikilvægi þess að skipuleggja vel tíma sinn og temja sér öguð vinnubrögð í námi. Með því getur nem- andinn auðveldað sér verulega vinnuna við námið og þá ekki síst við lokaritgerðar- skrif (sjá t.d. Braxton o.fl., 2000; Eggens o.fl., 2008; McKenzie og Schweitzer, 2001). Einnig má velta fyrir sér hvort skortur á skýrum markmiðum hafi haft letjandi áhrif á vinnubrögð þessara nemenda og ýtt þannig undir hvernig fór. Skýrt kom fram að viðmælendum fannst skorta leiðbeiningar og fræðslu um skrif lokaritgerða í háskólanámi. Þeir töldu sig ekki fá nægilegan stuðning innan skólans og upplifðu sig einangraða við ritgerðarskrifin. Einnig voru þeir óöruggir í samskiptum sínum við leiðbeinendur við BA-ritgerðir og töldu að hlutverk leiðbeinanda mætti vera betur skilgreint. Þeir áttu í erfiðleikum með að finna viðfangsefni til að fjalla um í lokaritgerð og afmarka efnið. Samkvæmt Tinto (1997) er mikilvægt að beina sjónum að því hvernig skólastofnunin getur ýtt undir aðlögun nemans að skólaumhverfinu og stuðlað að tryggð hans við skólann. Skipulagt aðhald af hálfu skóla fyrir nemendur sem vinna að lokaverkefnum getur dregið verulega úr líkum á brotthvarfi (sjá t.d. Braxton o.fl., 2000; Eggens o.fl., 2008; Mannan, 2007; Sandler, 2000; Tinto, 1997). Fram kemur í niðurstöðum þessarar rannsóknar og fyrri rannsókna (sjá t.d. í Heiður Hrund Jónsdóttir og Friðrik H. Jónsson, 2008; Ozga og Sukhnandan, 1998) að nemendur í brotthvarfshættu nýta sér lítið þá valfrjálsu stoðþjónustu sem er fyrir hendi innan háskóla. Í ljósi þessa teljum við að markviss fræðsla og aðhald við lokaritgerðarskrif þurfi að felast í einhvers konar skyldunámskeiðum innan deilda skólans. Slík nám- skeið skapa tækifæri fyrir nemendur til að mynda tengsl við samnemendur sem eru að vinna að sambærilegum verkefnum og geta skýrt betur hlutverk leiðbeinanda. Ljóst er að brotthvarf úr háskólanámi er flókið ferli sem er tilkomið vegna samspils margra ólíkra þátta og að neikvæðar afleiðingar síðbúins brotthvarfs eru töluverðar. Mikilvægt er því að þróa með markvissum hætti þau úrræði sem í boði eru og kynna mjög vel fyrir nemendum þá stoðþjónustu sem er til staðar í háskólaumhverfinu. Þótt náms- og starfsval sé alltaf persónuleg ákvörðun einstaklingsins þarf að hlúa vel að nemendum til að virkja þann kraft sem þarf til að skapa sér eigin starfsferil. Þó
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.