Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Qupperneq 55

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Qupperneq 55
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 55 hanna ragnarsdóttir einstaklinga geti því þróast óháð tíma, stað og hefðum ef þeir svo kjósa. Þannig skipti menningarheimarnir tveir e.t.v. minna máli en áður var talið í mótun sjálfsmyndar ungra innflytjenda. Ýmsir fræðimenn hafa fjallað um það hvernig aðlögun ungs fólks að nýjum sam- félögum fer fram og hvaða hæfni sé þeim mikilvæg í nútímasamfélögum, á tímum hreyfanleika og hnattvæðingar. Rizvi (2009) heldur því fram að líf í fjölmenningarsam- félögum nútímans skapi aðstæður þar sem tækifæri bjóðast, en geti einnig gert fólk vanmáttugt. Að flytja í nýtt samfélag feli þannig í sér hvort tveggja í senn, tækifæri og erfiðleika. Það sé þó mikilvægt að huga að því veganesti sem þurfi til að tækifærin nýtist ungu fólki sem best. Bennett (1993) hefur fjallað um tvenns konar viðbrögð við erfiðleikum og jaðarstöðu þeirra sem flytjast til nýs lands, út frá rannsóknum á svonefndum þriðjumenningar- börnum sem snúa heim aftur eftir búsetu fjarri heimahögum. Bennett telur að skil- greina megi tvenns konar viðbrögð við slíkri jaðarstöðu, annars vegar innilokandi (e. encapsulated) og hins vegar uppbyggjandi (e. constructive) jaðarstöðu. Þeir sem falla undir skilgreiningu Bennetts (1993) á innilokandi jaðarstöðu eiga gjarnan erfitt með að skilgreina hverjir þeir eru og upplifa einangrun og togstreitu varðandi menn- ingarlegar rætur sínar. Þeir sem bregðast við á uppbyggjandi hátt nota hins vegar fjölbreytta og alþjóðlega reynslu sína sér til framdráttar og leggja áherslu á að nýta sér tækifærin sem fyrir hendi eru. Vertovec (2009) hefur á svipaðan hátt fjallað um þverþjóðleika (e. transnationalism) og mikilvægi þverþjóðlegrar hæfni (e. transnational competence) í nútímasamfélögum. Að mati Vertovec felst slík hæfni í tiltekinni reynslu og kunnáttu sem gerir ein- staklingum kleift að vera virkir þátttakendur í ólíkum menningarheimum og þvert á landamæri ríkja. Þverþjóðlega hæfni má flokka í fimm víddir, þ.e. greinandi vídd, tilfinningalega vídd, skapandi vídd, samskiptavídd og hagnýta vídd. Nánar tiltekið felur greinandi vídd m.a. í sér skilning á grundvallargildum og siðum annarrar menningar og samfélags, svo og hæfni til að tengja og yfirfæra þann skilning á eigin menningu og samfélag. Tilfinningaleg vídd felur m.a. í sér að vera opinn fyrir ólíkri menningu og sýna ólíkri menningu, reynslu, hefðum og gildum áhuga og virðingu. Í skapandi vídd felst m.a. hæfileiki til að nýta sér möguleika ólíkrar menningar til lausnaleitar og innblásturs. Samskiptavídd felur m.a. í sér færni í ýmsum tungumálum og sam- skiptum þvert á menningu. Loks felst í hagnýtri vídd hæfni til að byggja sambönd þvert á menningu. Umfjöllun Hansens (2010) um heimsborgarahyggju (e. cosmopolitanism) er einnig mikilvæg í þessu samhengi. Hann telur að heimsborgarahyggju megi bæði öðlast með lífsreynslu og skóla en best sé að hún spretti úr hvoru tveggja. Hann leggur áherslu á að í heimsborgarahyggju felist virðing fyrir opnum hug og hreinskilni, og vilji til að læra af öðrum. Heimsborgarahyggja byggist þannig á menningarlegri samþættingu og varðveislu menningar í breytilegum heimi. Hún gengur út frá menningarlegum margbreytileika sem viðmiði. Í nýjum rannsóknum og fræðilegum skrifum er lögð aukin áhersla á mikilvægi þess að ungir innflytjendur hafi tiltekna hæfni, opinn hug og víðsýni til að geta nýtt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.