Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 59

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 59
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 59 hanna ragnarsdóttir aðfErð Markmiðið með rannsókninni sem hér er greint frá var að afla upplýsinga um skóla- göngu ungmennanna og reynslu þeirra af lífi og starfi í íslensku samfélagi. Rann- sóknarspurningar voru eftirfarandi: • Hvernig hafa ungmennin upplifað skólagöngu sína á Íslandi? • Hvernig telja þau að skólar á Íslandi geti betur komið til móts við innflytjenda- börn? Rannsóknin var eigindleg en sú rannsóknaraðferð er talin hentug þegar rannsaka á félagsleg tengsl og lífshætti fólks. Lögð er áhersla á viðhorf og skoðanir þátttakenda, svo og upplifanir þeirra af eigin reynslu (Flick, 2006). Rannsóknin fólst í hálfskipulögðum (e. semi-structured) ítarlegum einstaklings- viðtölum við ungmennin (Kvale, 1996). Hálfopin eða hálfskipulögð viðtöl eru yfirleitt talin líklegri til að varpa ljósi á skoðanir viðmælenda en ýmsar aðrar rannsóknar- aðferðir. Í þeim felst sveigjanleiki sem gefur viðmælendum tiltekið svigrúm en um leið fylgja þau viðtalsramma sem kemur í veg fyrir að rannsakandi og þátttakandi missi sjónar á viðfangsefnum viðtalsins. Þessi aðferð var valin í því skyni að fá fram sjónarmið ungmennanna eins nákvæmlega og ítarlega og mögulegt væri (Flick, 2006; Kvale, 1996). Þátttakendur voru valdir með tilliti til þátttöku sinnar í fyrri rannsókn höfundar (2007, 2008) og var því um markmiðsúrtak (e. purposive sampling) að ræða, þar sem þátttakendur voru valdir sérstaklega vegna þekkingar sinnar á því sem rann- saka átti (Cohen, Manion og Morrison, 2000). Í rannsókninni var leitað til sömu fjöl- skyldna og í fyrri rannsókn höfundar. Foreldrarnir og ungmennin veittu fúslega leyfi til viðtala og heimsóknar á heimili sín þar sem viðtölin fóru fram. Viðtölin tóku um eina klukkustund hvert og voru hljóðrituð. Foreldrar voru viðstaddir á heimilum allra ungmennanna nema tveggja elstu stúlknanna sem eru fluttar að heiman. Heimsókn- irnar hófust með stuttum viðtölum við foreldrana þar sem spurt var m.a. um stöðu fjölskyldunnar í upprunalandinu og aðdraganda flutninganna til Íslands, tengsl fjöl- skyldunnar við upprunalandið og þátttöku foreldranna í íslensku samfélagi. Af ungmennunum níu í rannsókninni eru tvö af evrópskum uppruna, frá tveimur löndum, og sjö af asískum, frá þremur löndum. Í hópnum eru sex stúlkur og þrír pilt- ar. Ungmennin tilheyra samtals fimm fjölskyldum. Tveir piltanna eru á unglingastigi í grunnskóla, fimm ungmennanna stunda framhaldsskólanám, ein stúlka stundar háskólanám og önnur stúlka stundar vinnu. Vegna persónuverndarsjónarmiða verða ungmennin ekki kynnt sérstaklega sem einstaklingar og ekki gerð grein fyrir niður- stöðum hvers viðtals fyrir sig, en þess í stað verða sameiginleg meginþemu dregin út úr viðtölunum. Ungmennin komu öll til Íslands árið 2002 og hófu þá skólagöngu í íslenskum leik- og grunnskólum. Foreldar þeirra áttu það sameiginlegt að vera innflytjendur á Íslandi, að eiga börn á leik- og grunnskólaaldri sem hófu skólagöngu árið 2002 og að þeir lögðu mikla áherslu á að börnin þeirra fengju góða menntun. Að öðru leyti áttu foreldrarnir fátt sameiginlegt. Uppruni þeirra, tungumál, trúarbrögð, svo og efna- hagsleg og félagsleg staða var mjög fjölbreytt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.