Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 85

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 85
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 85 Jóhanna einarsdóttir þann fyrirvara á þessu að þátttaka leikskólakennaranna kann að hafa leitt til þess að börnin hafi veigrað sér við að nefna neikvæða hluti úr leikskólanum. Ég hef þó ekki vísbendingar um að það hafi gerst í rannsókninni. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að félagsleg samskipti séu börnunum mikilvægust þegar þau hugsa til leikskóladvalarinnar. Börnin minntust þess að hafa verið glöð og ánægð þegar þau voru í leik með öðrum börnum. Neikvæð reynsla og minningar tengdust átökum og árekstrum við önnur börn. Þessar niðurstöður eru í samræmi við aðrar rannsóknir á sjónarmiðum leikskólabarna (t.d. Clark og Moss, 2001; Jóhanna Einarsdóttir, 2006c; Page 2008; Sheridan og Pramling Samuelsson, 2001; Stephen og Brown, 2004; Tauriainen, 2000) og einnig á minningum eldri barna um leik- skóladvölina (Ceglowski og Bacigalupa, 2007; Strander, 1997; Torstenson-Ed, 2007). Það er áhugavert að rýna í það sem börnin töluðu lítið eða ekkert um. Leikskóla- kennararnir í öðrum leikskólanum nefndu að þeim fyndist undarlegt að börnin hefðu ekki minnst á þemaverkefnin sem þau hefðu unnið í leikskólanum. Þetta er stór þáttur leikskólastarfsins og þar leggja leikskólakennararnir mikla vinnu í skipulag; þegar þeir kynna leikskólastarfið út á við er þemaverkefnunum haldið á lofti. Velta má fyrir sér hvort ástæðan fyrir því að börnin nefndu þetta ekki sé sú að þemaverkefnin hafi fyrst og fremst verið áhugamál starfsfólksins en ekki barnanna. Einnig má álykta sem svo að ástæða þess að börnin töluðu mest um útivist, leik og viðfangsefni, sem þau tóku þátt í án mikilla afskipta fullorðinna, sé sú að það er frábrugðnast grunnskólanum þar sem mest áhersla er lögð á kennarastýrð verkefni og lítill tími er fyrir leik. Torstenson- Ed (2007) hefur bent á muninn á því að ræða við börn um þær aðstæður sem þau eru í hverju sinni og því að ræða seinna um hvernig hlutirnir voru. Ný reynsla gaf börnum í rannsókninni nýja sýn og möguleika á að bera leikskólann saman við grunnskólann. Líf barna er hluti af félags- og menningarlegu samhengi og í samvinnu við önnur börn og fullorðna endurskapa börn reynslu sína og þekkingu. Það er því athyglis- vert að börnin í þessari rannsókn nefndu afar sjaldan starfsfólkið þegar þau ræddu um leikskólann. Ástæðan gæti verið sú að starfsfólkið sé í augum barnanna svo sam- þætt leikskólanum að þeim finnst ekki ástæða til að nefna það sérstaklega. Eins og Torstenson-Ed (2007) víkur að í rannsókn sinni þarf þetta ekki að þýða að kennararnir séu ekki mikilvægir í augum barnanna; ef þeir sinna starfi sínu vel og af fagmennsku taka börnin ekki eftir þeim. Hins vegar nefndu mörg börnin í rannsókninni starfsfólkið þegar þau voru spurð hvenær þau hefðu verið örugg í leikskólanum. Þau svöruðu að þau væru örugg þegar þau væru nálægt fullorðnum. Ekkert barnanna kvartaði undan starfsfólki leikskólanna. Börnin, sem tóku þátt í rannsókninni, höfðu verið saman í leikskóla um árabil og höfðu skapað eigin félagamenningu til hliðar við menningu hinna fullorðnu og höfðu tekið þátt í sameiginlegum undirbúningsatburðum fyrir grunnskólann (Corsaro og Molinari, 2005). Þau töluðu um margt sem þau höfðu lært í leikskólanum en þegar þau hugleiddu hvað hefði komið að gagni í grunnskólanum nefndu þau aðallega námsgreinar, reglur og það að haga sér rétt. Þetta eru mikilvæg skilaboð sem gefa til kynna hvað er mest metið í grunnskólanum og hvernig leikskólinn mótar sjónarmið barna í gegnum undirbúningsatburði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.