Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 124

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 124
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011124 dregið úr hegðUnarerfiðleikUm 2007), en samt sem áður er á hverjum tíma tiltekinn hópur nemenda sem þarf á þeim að halda. Um 5–10% nemenda sem eru í áhættu vegna líffræðilegra eða félagslegra erfiðleika þurfa sértækari úrræði, s.s. almenn hvatningarkerfi með skýrum vænting- um og tíðri, jákvæðri viðgjöf, til að sýna viðeigandi hegðun. Hins vegar dugar það ekki fyrir alla nemendur í áhættuhópnum, því að jafnaði munu nokkrir nemendur (um 1–5%) þurfa margþætta, einstaklingsmiðaða íhlutun til að geta stundað sitt nám og átt jákvæð samskipti (Walker o.fl., 1996). Margar aðferðir hafa verið þróaðar til að mæta mismunandi þörfum framan- greindra hópa, en mikilvægt er að aðferðirnar séu gagnreyndar (e. evidence-based) svo að tryggt sé að þær nýtist vel starfsfólki skóla og nemendum. Í mörgum skólum hefur stigskipt nálgun af þessu tagi verið innleidd með markvissum hætti undir merkjum heildstæðs stuðnings við jákvæða hegðun (e. school-wide PBS) (Sprague og Golly, 2008; Sugai og Horner, 2008) eða SMT-skólafærni (Anna Björnsdóttir og Margrét Sigmarsdóttir, 2009). Fjöldi rannsókna hefur sýnt jákvæð áhrif af slíkum vinnu- brögðum, bæði á hegðun (Sugai og Horner, 2008) og námsárangur nemenda (Luiselli, Putnam, Handler og Feinberg, 2005), hvort sem um er að ræða skóla í millistéttar- hverfum (t.d. Taylor-Greene og Kartub, 2000) eða skóla í þéttbýli þar sem félagslegar aðstæður foreldra eru erfiðari (t.d. McCurdy, Mannella og Eldridge, 2003). Hérlendis benda fyrstu athuganir til þess að skráðum agabrotum og tilvísunum í hefðbundna sérfræðiþjónustu vegna hegðunarerfiðleika grunnskólabarna fækki með innleiðingu SMT-skólafærni (Anna Björnsdóttir og Margrét Sigmarsdóttir, 2009). Virknimat – grunnur að árangursríkri íhlutun Einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun byggð á virknimati er úrræði sem hefur skilað góðum árangri fyrir einstaklinga með alvarlega hegðunarerfiðleika. Virknimat er gagnreynd leið til að ákvarða hvaða þættir hafa áhrif á tiltekna óæskilega hegðun ein- staklings með áherslu á tilgang hennar fyrir einstaklinginn. Þar eru notaðar aðferðir hagnýtrar atferlisgreiningar (e. applied behavior analysis) sem byggjast á lausnamið- uðum forsendum, s.s. að erfið hegðun sé lærð í tilteknum aðstæðum, þjóni tilgangi og sé breytanleg (Crone og Horner, 2003). Í virknimati er upplýsinga aflað með tvennum hætti, beinni athugun í raunverulegum aðstæðum og/eða með óbeinum hætti, t.d. með greiningu fyrirliggjandi gagna og viðtölum við kennara, foreldra og/eða nem- andann. Mikilvægur hluti af virknimati er að skilgreina hina erfiðu hegðun á hlut- lægan og lýsandi hátt – og forðast að persónugera erfiðleikana eða lýsa þeim sem neikvæðum eiginleikum einstaklingsins (O´Neill, Horner, Albin, Sprague, Storey og Newton, 1997). Virknimat felur í sér greiningu á aðdraganda, afleiðingum og bakgrunnsáhrifa- völdum hinnar erfiðu hegðunar til þess að varpa ljósi á það sem viðheldur henni í tilteknum aðstæðum. Áherslan er á að greina tilgang óæskilegrar hegðunar fyrir ein- staklinginn. Í grófum dráttum má segja að hegðun þjóni tvenns konar tilgangi, annars vegar að nálgast eitthvað eftirsóknarvert (jákvæð styrking), t.d. athygli, tiltekna hluti eða viðfangsefni, og hins vegar að forðast eða flýja eitthvað óþægilegt (neikvæð styrking), t.d. áreitni eða kröfur (O´Neill o.fl., 1997). Einnig er mikilvægt að huga að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.