Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 130

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 130
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011130 dregið úr hegðUnarerfiðleikUm Seinni þrír hlutar verkefnisins fólu í sér gerð stuðningsáætlunar, mat á framkvæmd og árangri íhlutunar og gerð áætlunar um að viðhalda árangrinum. Teymin unnu úr gögnum, sem hafði verið safnað, og undirbjuggu stuðningsáætlun undir handleiðslu umsjónarkennara í annarri staðlotu námskeiðsins, fimm vikum eftir þá fyrstu. Ein- staklingsmiðaða stuðningsáætlunin átti að fela í sér a) úrræði sem beindist að bak- grunnsáhrifavöldum, b) fyrirbyggjandi breytingar á aðdraganda hinnar erfiðu hegð- unar, c) kennslu í viðeigandi hegðun og d) jákvæða styrkingu viðeigandi hegðunar í formi hvatningarkerfis með leiðréttingu á erfiðri hegðun. Alls höfðu teymin fjórtán vikur til að vinna verkefnið áður en þau kynntu niðurstöður sínar í síðustu staðlotu námskeiðsins. Úrvinnsla Gögnum frá öllum teymunum um erfiða hegðun og virka þátttöku nemendanna í bekkjar- eða deildarstarfi var safnað saman og unnið úr þeim með forritunum Excel og SPSS. Reiknuð voru meðaltöl og staðalfrávik hverrar fylgibreytu fyrir og eftir íhlutun hjá hópnum í heild og eftir skólastigum. Fyrir þær breytur þar sem gögn frá sjö eða fleiri þátttakendum (Van Voorhis og Morgan, 2007) lágu fyrir var kannað hvort tölfræðilega marktæk breyting hefði átt sér stað við íhlutun. Þar sem gögnin voru ekki normaldreifð voru reiknuð meðaltöl mælinga fyrir hvern þátttakanda fyrir og eftir íhlutun og síðan notað parað Wilcoxon-próf (e. nonparametric Wilcoxon matched-pair signed-rank) til að bera saman miðgildi meðaltalanna fyrir og eftir íhlutun. Einnig voru reiknaðar aðlagaðar áhrifsstærðir (e. adjusted effect size) til að meta mun milli grunnlínu- og íhlutunarskeiða sem hlutfall af sameinuðu (e. pooled) staðal- fráviki beggja skeiða. Notuð var reikniregla Rosenthal (1994) þar sem tekið er mið af sjálffylgni (e. autocorrelation) milli endurtekinna mælinga sem gerir útkomuna sam- bærilega við Cohen´s d (Cohen, 1988; Riley-Tilman og Burns, 2009). Við útreikning áhrifsstærða voru notaðar síðustu þrjár mælingar skeiðanna til að hafa jafnan fjölda mælinga í samanburði fyrir og eftir íhlutun (sjá Swanson og Sachse-Lee, 2000). niðurstöður Hér verður fjallað um niðurstöður sem tengjast hverri rannsóknarspurningu fyrir sig. Áhrif virknimats og stuðningsáætlunar á truflandi hegðun Alls voru gerðar 178 grunnlínumælingar á truflandi hegðun hjá sjö leikskólabörnum, 27 grunnskólanemendum og einum framhaldsskólanemanda og reyndust þær að meðal- tali sýna 8,2 truflandi tilvik á 20 mínútna athugunartímum. Eftir að stuðningsáætlanir voru komnar í framkvæmd voru gerðar 200 mælingar sem sýndu að tilvikum um truflandi hegðun hafði fækkað niður í 1,7 að meðaltali (sjá töflu 1). Tilvikum um trufl- andi hegðun fækkaði um 65,2% til 89,1% hjá nemendum á mismunandi skólastigum eða um 75,4% hjá hópnum í heild, sjá töflu 1 og mynd 1. Tölfræðileg marktekt var ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.