Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 136

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 136
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011136 dregið úr hegðUnarerfiðleikUm tvö slík tilvik eftir að beitt var stuðningsáætlunum, sem getur talist innan „eðlilegra“ marka. Virk þátttaka jókst að sama skapi úr rúmu 41% í tæp 77% sem verður líka að teljast vel viðunandi. Niðurstöðurnar benda því til þess að einstaklingsmiðaðar stuðningsáætlanir geti bætt hegðun og aukið virka þátttöku barna með sögu um lang- varandi hegðunarerfiðleika innan hins almenna skólaumhverfis. Þess má geta að þegar háskólanemarnir kynntu niðurstöður sínar í lok námskeiðs komu fram frásagnir af frekari jákvæðum áhrifum sem ekki voru formlega mæld. Til að mynda höfðu sumir grunnskólanemendur sýnt það erfiða hegðun fyrir íhlutun að þeir þóttu ekki hæfir til að vera í almennum bekk nema hluta skóladagsins en var þess í stað kennt á sérstökum stað eða í svokölluðu námsveri. Að sögn háskólanemanna urðu einstaklingsmiðuðu stuðningsáætlanirnar til þess að þessir grunnskólanem- endur gátu í auknum mæli nýtt sér kennslu í almenna bekkjarumhverfinu, stundum þannig að nemandi þurfti ekki lengur að fá sérkennslu í aðskildu rými. Í öðrum til- vikum sögðu háskólanemarnir frá því að dregið hefði úr notkun refsandi aðgerða, eins og að senda grunnskólanemendur úr tíma eða leikskólabörn í „hlé frá sam- skiptum“ eftir að stuðningsáætlanir komu til framkvæmda. Þessar frásagnir benda til þess að einstaklingsmiðaðar stuðningsáætlanir geti gert starfsfólki skóla betur kleift að mæta þörfum nemenda með langvarandi hegðunarerfiðleika innan hins almenna skólaumhverfis og þannig gagnast við að framfylgja stefnu um skóla án aðgreiningar. Auk þess gáfu frásagnir háskólanemanna til kynna að viðhorf félaga urðu jákvæðari í garð þátttakenda úr leikskólum og grunnskólum sem höfðu átt við hegðunarerfið- leika að stríða sem birtist í fækkun neikvæðra athugasemda í þeirra garð, aukinni jákvæðri athygli, auknu frumkvæði að samskiptum og bættum vinatengslum. Einnig kom fram að grunnskólanemendur höfðu upplifað íhlutunina á jákvæðan hátt, eins og endurspeglast til dæmis í ummælum nemanda með athyglisbrest með ofvirkni: „Það er bara skemmtilegt að læra þegar maður veit hvað maður á að gera.“ Þessi orð eru alveg í anda frásagna annarra grunnskólanemenda um upplifun sína á einstaklings- miðuðum stuðningsáætlunum (Sesselja Árnadóttir og Anna-Lind Pétursdóttir, 2011). Takmarkanir Þó að mælingar hafi bent til jákvæðra breytinga á hegðun og þátttöku nemenda í deildar- og bekkjarstarfi er, vegna aðferðafræðilegra takmarkana, í raun ekki hægt að útiloka aðra þætti sem gætu hafa haft áhrif. Gerðar voru endurteknar mælingar á markhegðun og þróun hennar skoðuð hjá hverjum einstaklingi fyrir og eftir íhlutun. Það getur verið að vitneskja einstaklinganna um að verið væri að fylgjast með þeim hafi haft áhrif á hegðun þeirra eftir íhlutun (en þeim var ekki tjáð það fyrr en grunn- línumælingum var lokið). Það er líklegt að nemendur hafi reynt að sýna betri hegðun eftir að þeir komust að því að verið væri að fylgjast með hegðun þeirra, en slík áhrif (e. reactivity) koma stundum fram, þó að yfirleitt dragi frekar fljótt úr þeim með endur- teknum mælingum (Kerr og Nelson, 2006). Þróun markhegðunar var metin með svokölluðu AB-einstaklingsrannsóknarsniði (Kennedy, 2004). Slík snið eru einföld og fljótleg leið til að fylgjast með breytingum sem verða við íhlutun en gera ekki kleift að útiloka áhrif annarra breyta, eins og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.