Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1996, Page 6

Læknablaðið - 15.04.1996, Page 6
266 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82: 266-7 Ritstjórnargrein Kynferðisleg áreitni Á síðustu vikum og mánuðum hefur athygli fjölmiðla og almennings beinst að svokallaðri kynferðislegri áreitni. Þrjár konur hafa ásakað einn æðsta embættismann þjóðarinnnar fyrir ótilhlýðilegt athæfi og notið til þess stuðnings sjálfshjálparsamtakanna Stígamóta. Mál þetta hefur bæði vakið áhuga og umræður. Deilt hef- ur verið um sýkn eða sekt embættismannsins, trúanleika ákærenda, siðfræði Stígamóta og hæfni stofnana og samfélags til að fást við mál sem þessi. Á allra síðustu dögum hefur þessi umræða snúist upp í grín og glens þar sem ræðumenn og veislustjórar ótal árshátíða auk frægra skemmtikrafta hafa haft mál þessi í flimtingum og hártogað hugtök eins og kyn- ferðisleg áreitni. Allar skilgreiningar hafa mjög verið á reiki og margir hafa haldið því fram að öll samskipti kynjanna væri í raun kynferðisleg áreitni og umræddar konur væru að ljúga sökum uppá grandvaran embættis- mann. Slík umræða í fjölmiðlum um kynferðislega áreitni hefur farið fram víðar en á íslandi. Árið 1991 ákærði ameríski lagaprófessorinn Anita Hill yfirmann sinn dómarann Clarence Thom- as fyrir margs konar áreitni, klám og tvíræðar dylgjur í sinn garð. Að sögn prófessorins hafði þetta ástand varað um margra ára skeið og gert sameiginlegan vinnustað þeirra að víti á jörð. „Ég kveið hverjum degi; svaf ekki og fylltist svartsýni og mikilli vantrú á sjálfa mig, “ sagði Anita. Yfirheyrslum í málinu var sjónvarpað beint um öll Bandaríkin og vöktu gífurlega athygli. í kjölfar þeirra komu fjölmargir ein- staklingar fram og skýrðu frá kynferðislegri áreitni sem þeir töldu sig hafa orðið að sæta um langt skeið. Kvikmyndin Disclosure með þeim Michael Douglas og Demi Moore fjallaði um yfirmann í tölvufyrirtæki (Moore) sem leitar kynferðislega á einn af kerfisfræðingunum (Douglas). Þessi mynd varð til þess að kastljós fjölmiðla beindist enn frekar að atburðum sem þessum. Skilgreining Venjulegt daður, gullhamrar eða ósk um stefnumót er ekki talið heyra undir kynferðis- lega áreitni. I slíkum samskiptum tala tvær manneskjur saman á jafnréttisgrundvelli og samþykkja það sem fram fer. Þegar um kynferðislega áreitni er að ræða beitir annar aðilinn hinn þrýstingi í skjóli lík- amlegra yfirburða og/eða þjóðfélagsstöðu, hótar eða ógnar og reynir þannig að fá kyn- hvötum sínum fullnægt. Þetta kallast á latínu/ ensku quid pro quo (þetta fyrir hitt). Oft er þá um að ræða yfirmenn á vinnustað, vinnufélaga, þjálfara, kennara, stjórnmálamenn eða aðra valdamenn. Auk þess getur annaðhvort kynið gert and- rúmsloftið óþolandi fyrir hitt með klúrum at- hugasemdum, niðrandi framkomu, þukli og káfi. Þetta er algengt þar sem konur hafa reynt að hasla sér völl í starfsgreinum sem karlar höfðu áður eignað sér. Margir sem stunda þjónustustörf verða oft fyrir því að viðskipta- vinir tala til þeirra á kynferðislegan hátt, segj- ast vilja hafa við þá samfarir eða gera athuga- semdir við útlit og sköpulag. Þetta á til dæmis við afgreiðslufólk í búðum, leigubílstjóra, bar- þjóna og fleiri starfsstéttir sem umgangast drukkið fólk í húmi nætur. í slíkum tilvikum ákvarðar þolandinn hvaða framkoma honum finnst vera kynferðisleg áreitni enda er hún í óþökk þess sem fyrir henni verður. Aðrir nota sér trúnaðarsamband við skjól- stæðing sinn á kynferðislegan hátt og nýta sér þannig veikleika hans og viðkvæmni. í slíku sambandi eru læknar, lögreglumenn eða prest- ar oft nefndir til sögu. Kynferðisleg áreitni get- ur þróast í kynferðislegt ofbeldi og nauðganir þó að slíkt sé fremur sjaldgæft.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.