Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1996, Page 20

Læknablaðið - 15.04.1996, Page 20
278 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Table I. The total nurhber ofmen and women under 65 years ofage with an acute myocardial infarction in Iceland 1982-83. The mean age of the whole group and hospitalized patients as well the mean time to admission and proportion hospitalized within four hours is given. Men Women p-value Total number (%) 390 (80) 96 (20) Mean age (years) ±SEM 54 ±0.4 58 ±0.6 <0.001 Deaths on arrival (%) 103 (27) 21 (22) ns Mean age (years) ± SEM 56 ± 0.7 59 ± 1.3 ns Hospitalized (%) 287 (73) 75 (78) ns Mean age (years) ± SEM 54 ± 0.4 57 ± 0.6 ns Time (hours) ± SEM 8.0 ± 1.0 6.9 ± 1.9 ns Within 4 hours (%) 71 67 ns SEM = standard error of the mean ns = not significant útskrift af sjúkrahúsi fram til f. desember 1989 eru ýmist fengnar úr upplýsingabanka MON- ICA rannsóknarinnar, þjóðskrá og/eða dánar- vottorðum. Dánarorsakir þeirra sem létust eft- ir 28 daga frá innlögn fram til 1. desember 1989 voru flokkaðar í hjartadauða og aðrar orsakir. Við tölfræðilega úrvinnslu var Students t- próf notað við samfelldar stærðir, p-gildi yfir 0,05 var talið tölfræðilega marktækt, 2x2 töfl- ur og Fishers nákvæmnipróf voru notuð við samanburð á milli hópa og Cox aðferð við að meta áhrif áhættuþátta á dauða (11). Niðurstöður Rannsóknin tekur til 486 sjúklinga undir 65 ára aldri, sem greindust með bráða kransæða- stíflu frá ársbyrjun 1982 fram í nóvember 1983. Dánartilvik innan þessa hóps hafa verið skrá- sett til 1. desember 1989. f hópnum reyndust 390 karlar (80%) og 96 konur (20%). Aldursdreifing var 28 til 64 ár. Alls létust 103 (27%) karlar og 21 (22%) kona skyndilega utan sjúkrahúsa. Krufnir voru 57 (55%) karlar og var bráð kransæðastífla staðfest hjá 31 (54%) þeirra og talin möguleg hjá 26 (46%), en hjá 46 körlum var einungis dánarvottorð og sjúkraskrá fyrir hendi. Krufn- ar voru 10 konur (50%) og var bráð kransæða- stífla staðfest hjá þremur og talin möguleg hjá sjö, en hjá 10 konum var farið eftir dánar- vottorði. Sjúkrahúsmeðferð fengu 362 sjúklingar, 287 (73%) karlarog 75 (78%) konur (tafla I). Kon- ur reyndust að meðaltali heldur eldri en karlar. Vísbendingar um fyrri kransæðastíflu fundust hjá 69 körlum (24%) og 10 konum (13%) sam- kvæmt sögu eða hjartalínuriti. Þessi munur reyndist marktækur (p<0,04). Af körlum reyktu 159 (55%), 42 (15%) reyktu ekki en upplýsingar vantaði hjá 87 (30%). Samsvarandi tölur hjá konum eru 33 (44%), 18 (24%) og 24 (32%). Um aðra áhættuþætti kransæðasjúkdóma meðal sjúk- linganna er ekki fjallað í þessum hluta MON- ICA rannsóknarinnar. Meðaltími frá upphafi einkenna til innlagnar reyndist heldur lengri meðal karla, en munur- inn var ekki tölfræðilega marktækur. Tæpur helmingur eða 44% sjúklinga voru komnir á sjúkrahús innan einnar klukkustundar og 70% innan fjögurra klukkustunda. Upplýsingar um tíma frá byrjun einkenna vantaði í 22% tilfella. Á hjartalínuritum þeirra 287 karla sem greindust með bráða kransæðastíflu sáust merki um áverka á framvegg hjartans hjá 31%, hjá 32% sáust merki um áverka á undirvegg, hjá 20% sáust nierki um áverka undir hjarta- þeli og hjá 17% sáust aðrar breytingar svo sem greinrof, T-breytingar og fleira, þar af voru 4% með eðlilegt rit. Samsvarandi tölur hjá konum eru 24%, 32%, 25% og 19%. Hjarta- línurit reyndust án sjúklegra breytinga hjá 5% kvenna. Ekki reyndist tölfræðilega marktækur munur á þessari dreifingu hjartaáverka milli kynja. Um annan samanburð milli karla og kvenna eftir staðsetningu hjartaáverkans vísast í töflu II. Þar kemur frarn að ekki reyndist munur milli kynja á breytum eins og aldri, tíma til innlagnar og eftir staðsetningu áverkans. Þó mældust hvatagildi við áverka á fram- og aftur- vegg mun hærri en hvatagildi við áverka á und- irþel (p<0,001) (mynd 1).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.