Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 47

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 47
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 301 fái upplýsingar frá lækni um ákveðna valkosti með- ferðar, þar með talin fylgikvilla og áhættu. Þetta felur í sér að sjúklingurinn er sameiginlega ábyrgur lækninum á meðferðarvali þó svo að það á engan hátt leysi lækninn undan þeirri skyldu að bera ábyrgð á meðferðinni og afleiðingum hennar. Fyrstu hugmyndir um skriflegt samþykki komu fram í Fréttabréfi lækna 1988 og 1989 (Fréttabréf lækna/Læknablaðið 1988; 6(8):12 og 1989; 7(5); 6). Starfshópur á vegum landlæknis og siðaráðs land- læknis hafa að undanförnu unnið að tillögu að eyðu- blaði um formlegt, skriflegt samþykki sem kynnt verður. 11. Miltistökur á Landspítalanum 1985-1994 Skúli Gunnlaugsson, Margrét Oddsdóttir, Jónas Magnússon Handlœkningadeild Landspítalans, lœknadeild Háskóla íslands Ábendingar og afleiðingar miltistöku í kjölfar áverka eru vel þekktar. Ymsir miltissjúkdómar eru læknaðir með miltistöku. Miltistaka getur ennfrem- ur reynst nauðsynleg vegna aðstæðna og ef miltað laskast í aðgerð. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna ábendingar miltistöku hjá þessum tveimur hópum auk langtímaárangur hjá þeim fyrrnefnda. Sjúkraskrár sjúklinga er gengust undir miltistöku án undangenginnar áverkasögu voru skoðaðar. Auk ábendinga fyrir aðgerð voru skráð klínísk einkenni, myndgreiningarrannsóknir til að meta starfsemi og/ eða útlit miltans, meðferð fyrir aðgerð, fylgikvillar aðgerða, blóðtap og langtímaárangur með tilliti til upprunalegs sjúkdóms. Á árunum 1985-1994 var milta fjarlægt hjá 93 ein- staklingum. Sjúkraskýrslur fundust fyrir 89 sjúk- linga. Af þeim höfðu 36 sjúkdóm tengdan milta (hópur A) og 53 sjúkdóm utan milta (hópur B). Mjög fjölbreyttar ábendingar lágu að baki miltistöku hjá hópi A en algengastar voru blóðflögufæðar purpuri (ITP) (28%) og mergvaxtarkvilli (myelop- roliferative disease) (14%). Hjá hópi B voru algeng- ustu aðgerðirnar magabrottnám (34%) og brisað- gerð (19%). Algengustu klínísku ábendingar miltist- öku hjá hópi A voru blóðflögufæð (39%) og stækkað milta (19%). Hjá hópi B var oftast um að ræða áverka á milta í aðgerðinni (50%). Fyrir aðgerð fengu 13 sjúklinganna barkstera en níu fengu blóð- gjafir, allir í hópi A. Að jafnaði varð 600 ml blóðtap (miðtala, bil óverulegt-5500) í aðgerð hjá hópi A og þurftu þeir 0-8 einingar (miðtala 0) af rauðkorna- þykkni auk 0-21 einingu (miðtala 0) eftir aðgerð. Hjá hópi B varð að jafnaði 1500 ml blóðtap (bil 350-13000) og þörfnuðust þeir 0-40 eininga (miðtala 4) í aðgerð auk 0-18 á eftir (miðtala 1). Langtíma- árangur hjá hópi A hvað varðar upprunalegan sjúk- dóms var góður hjá 23 (64%), sæmilegur hjá þremur (8%), lélegur hjá fjórum (11%) og óviss hjá sex (17%). Fylgikvillar hjá hópi A tengdir aðgerðinni voru óverulegir. Oft má ná ágætum árangri með miltisbrottnámi og hjá sjúklingum með miltissjúkdóm, eru slíkar að- gerðir yfirleitt hættulitlar. Langtímaárangur er þó verulega háður grunnsjúkdómi Með betri aðgæslu mætti í mörgum tilvikum koma í veg fyrir miltistöku hjá sjúklingum án miltissjúkdóms. 12. Bráð botnlangabólga með rofí vegna meinvarps frá magakrabbameini. Sjúkratilfelli Valur Þór Marteinsson Handlœkningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Bráð botnlangabólga vegna meinvarpa í botn- langa er mjög fátíð og hefur aðallega verið lýst sem stökum tilfellum í tengslum við langt gengin krabba- mein. Lýst verður sjúkratilfelli þar sem fimmtugur karl- maður lagðist inn með þriggja daga sögu urn vaxandi kviðverki. Greindist sex vikum áður með óskurð- tækt magakrabbamein og hafði fengið krabbameins- lyfjameðferð í vikunni fyrir innlögn. Við skoðun hafði sjúklingur merki um lífhimnubólgu og blóð- gildi sýndu CRP 256 og hvít blóðkorn 3.100. Sjúk- lingi var ráðlögð aðgerð í von um að skurðtæk skýr- ing fyndist og þá hugsanlega botnlangabólga. Við aðgerð kom í Ijós lífhimnubólga vegna rofs á botn- langa sem var fjarlægður. Merki voru um dreifð meinvörp í kviðarholi, þykkildi í botnlangahengi og drep í botnlanga. Meinafræðirannsókn sýndi merki um bráðabólgu í botnlanga auk ífarandi vaxtar kirt- ilkrabbameins (sömu gerðar og magakrabbamein) inn í hengi og vegglög botnlangans. Vöxtur mein- varpsins inn í vegglög botnlangans var talinn valdur að stíflu og botnlangabólgu í kjölfarið. Góður bati varð eftir aðgerð, en sjúklingur lést af völdum grunnsjúkdómsins rúmum sex mánuðum síðar. Vandasamt er að taka afstöðu til meðferðar hjá sjúklingum með langt gengin krabbamein og sér- staklega ef þeir veikjast brátt og alvarlega af öðrum sjúkdómum eða fá fylgikvilla tengda grunnmeini. Skurðaðgerð er tvíbent lausrt, en þetta tilfelli sýnir að ávinningurinn er mikill þegar vel gengur. Hafa verður botnlangabólgu í huga sem mismunagrein- ingu hjá slíkum sjúklingum er fá bráða kviðverki. 13. Ung kona með fjögur góðkynja æxli í kalkkirtlum. Tilfelli frá handlækningadeild FSA Hrafnkell Þorsteinsson, Shree S. Datye, Valur Þór Marteinsson, Bjarni Torfason Handlœkningadeild Fjórðungssjúkrahússirts á Akureyri Ofstarfsemi í kalkkirtlum (primary hyperpara-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.