Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1996, Qupperneq 57

Læknablaðið - 15.04.1996, Qupperneq 57
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 311 og voru 40 þeirra karlar en 25 konur. Þvermál ósæð- argúlanna við greiningu var á bilinu 2,2-6,4 cm. Þrír af sjúklingunum voru með ósæðargúla af þvermáli yfir aðgerðarmörkum við greiningu. Einn neitaði aðgerð, annar þótti ekki aðgerðarhæfur og sá þriðji gekkst undir aðgerð sjö mánuðum síðar án þess að gúllinn hefði stækkað. í ljós kom að eftirliti með þessum sjúklingum var mjög ábótavant. Einungis 17 þeirra var fylgt eftir með reglulegum rannsóknum, en 47 þeirra höfðu ekki verið skoðaðir aftur. Akveðið var að kalla inn þá sjúklinga sem ekkert eftirlit höfðu fengið, eða þar sem langt var liðið frá síðasta eftirliti, til tölvusneið- myndatöku af kviði til að mæla þvermál ósæðarinnar og standa þær rannsóknir yfir núna. Endanlegar nið- urstöður varðandi vaxtarhraða liggja því ekki fyrir, en bráðabirgðaniðurstöður benda til að vaxtarhraði þeirra sé svipaður og annars staðar. 39. Hjartaskurðaðgerðir á börnum Bjarni Torfason, Gunnlaugur Sigfússon, Hróðmar Helgason Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans, Barnaspítali Hringsins Rannsóknin er afturkyggn og nær til barna og unglinga sem fóru í hjartaskurðaðgerð á Islandi vegna meðfædds hjartagalla á árunum 1990-1995. Ekki er fjallað um aðgerðir vegna opinnar fósturæð- ar, nema að það væri hluti umfangsmeiri galla. Rannsóknin nær til 26 sjúklinga sem fóru í 28 að- gerðir á Islandi á þessum árum. Sjúklingarnir voru á aldrinum tveggja daga til 18 ára (median aldur 10 mánuðir). Opnar hjartaskurðaðgerðir voru átta og lokaðar 20. Árangur var góður, 30 daga dánartíðni var einn af 26 (3,8%), fylgikvillar voru fáir og þjóðhagslegur ávinningur af aðgerðunum umtalsverður. 40. Festumein í nýju ljósi Magnús E. Kolbeinsson, Anna M. Helgadóttir, Hafsteinn Guðjónsson Sjúkrahús Akraness Verkir í nára er algeng kvörtun. Þótt haull/gúll (hernia) finnist ekki við skoðun heilsugæslulæknis er sjúklingum oft vísað áfram til skurðlæknis. Finni skurðlæknir heldur ekki merki urn haul vandast mál- ið. Stundum er gerð ómskoðun (fasciurof ?), tölvu- sneiðmynd (æxlismyndun ?) eða haulmyndataka (herniography). Ef þessar rannsóknir eru líka nei- kvæðar verður greiningin oft festumein. Festumein eru oftast meðhöndluð með bólgueyð- andi lyfjum (antiflogestica). Ef árangur er ófullnægj- andi eru sjúklingar stundum sendir til deyfingalækn- is til meðferðar (staðdeyfilyf og/eða sterar). Skoðun á nára með holsjá (laparoscopic view of the inguinal area) er nákvæmasta rannsókn sem völ er á þegar erfitt er að skera úr um hvort haull sé til staðar. Viðgerð getur farið fram í sömu aðgerð (svæfingu). Holsjárskoðun á nára er auðveld, öfugt við með- ferð á festumeini sem oft er langvinn, dýr og árangur misjafn. Þess vegna er mikilvægt að muna eftir að holsjárskoðun er í rannsóknarhandraðanum þegar útiloka þarf möguleika á nárahaul. 41. Gallblöðrudráttur á Sjúkrahúsi Akraness, uppákomur og úrlausnir Jón Bragi Bergmann, Magnús E. Kolbeinsson, Hafsteinn Guðjónsson Sjúkrahús Akraness Á Sjúkrahúsi Akraness er galldblöðrudráttur (laparoscopic cholecystectomy) kjöraðgerð þegar fjarlægja þarf gallblöðru. Á tímabilinu október 1994 til mars 1996 voru gerðar tilraunir til 56 slíkra að- gerða. Venda þurfti í opna aðgerð í þremur tilfell- um. Þessir þrír sjúklingar fengu allir vefjagreining- una cholecystids acuta et chron. með þykknun og mikilli bandvefsmyndun í gallblöðru. Sjúklingarnir þrír voru allir aldraðir;71, 80 og 85 ára. Engir fylgi- kvillar komu upp í aðgerðunum. Hins vegar komu upp þrjú vandamál eftir aðgerð. Steinn í ampulla vateri hjá einum sjúklingi, sem tekinn var með ERCP (ERCP og sphincterotomia), nafla- og bandvefsígerð (fasciitis hjá sjúklingi sem var með stóran naflahaul (-hernia)) og einn sjúkling- ur var opnaður á öðrum degi eftir gallblöðrudrátt vegna einkenna um lífhimnubólgu. Það eina sem fannst við opna aðgerð var þaninn ristill (coecum, pseudoobstruction). Hin 50 tilfellin voru vand- kvæðalaus. Vel viðunandi árangri við gallblöðrutökur má ná á litlum sjúkrahúsum, jafnvel þó ekki séu gerðar nema 40-60 slíkar aðgerðir á ári. 42. Gallblöðrutaka með kviðsjá á Landspítalanum. Fyrstu þrjú árin Kristján Óskarsson, Margrét Oddsdóttir, Tómas Jónsson, Höskuldur Kristvinsson, Jónas Magnússon Handlœkningadeild Landspítalans Til að gera grein fyrir reynslu okkar af gallblöðru- tökum með kviðsjá var farið yfir gögn allra sjúklinga sém komu til gallblöðrutöku frá 1. nóvember 1991 til 10. desember 1994. Haft var samband við allir sjúk- lingana í síma og þeir spurðir um veikindaforföll. Karlar voru 121 og konur 263. Meðalaldur var 53,2 ár (3-91). Á þessu tímabili voru gerðar 384 gall- blöðrutökur. Gallblöðrutökur með kviðsjá voru reyndar í 353 skipti. Sextíu og þrisvar sinnum var breytt yfir í opna aðgerð (17,8%) en 31 sjúklingur fór beint í hefðbundna, opna gallblöðrutöku. Aðal- ástæðurnar fyrir opinni aðgerð (n=31) voru þekktir steinar í gallpípu (42%) og sýking í galltré (29%).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.