Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 58

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 58
312 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Ástæður fyrir opnun aðgerðum voru samvextir (40%) óviss anatomia (27%), blæðing (16%) og bólga (10%). Meðalsjúkrahúsvist fyrir opna gall- blöðrutöku var 8,4 dagar (2-34) en 3,1 dagur (0-60) fyrir gallblöðrutöku með kviðsjá. Sjúklingar sem fengu gallblöðrutöku með kviðsjá voru komnir aftur til fullra starfa innan 17,6 daga (meðaltal) en þeir sem fóru í opna gallblöðrutöku eftir 46 daga (meðal- tal) (p<0,05). Á þessu tímabili voru 56% sjúkling- anna með bráða gallblöðrubólgu. Af fyrstu 100 að- gerðunum voru aðeins 22% sjúklinganna með bráða gallblöðrubólgu en 60% af síðustu 100 sjúklingun- um. Meðalaðgerðartíminn fyrir fyrstu 100 kviðsjár- aðgerðirnar var 98,1 mín en 85,2 mín fyrir síðustu 100. Fyrir kviðsjárvalaðgerð var opnunartíðnin 13% en 24% fyrir bráðaaðgerðir. Tíðni fylgikvilla fyrir gallblöðrutöku með kviðsjá var 12,7% (blæðing 4,5%, biloma 2,1%, lungnabólga 1,7%, ýmislegt 4,1%). Eitt dauðsfall kom fyrir. Síðkomnir fylgi- kvillar voru sýkingar (2,8%) og steinar í gallpípu (2,4%). Tólf sjúklingar þörfnuðust enduraðgerðar, átta í sömu legu en fjórir lögðust inn síðar. Ástæðurnar voru blæðing (6), biloma (2), chol- edochal steinar (2) og graftrarígerð (1). Einn sjúk- lingur fékk skaða á gallpípu og var síðan skorinn aftur og var þá gerð gallpípumjógirnistenging. Gallblöðrutaka með kviðsjá er framkvæmanleg með fáum meiriháttar fylgikvillum. Færni eykst með auknum fjölda tilfella eins og sést á færri opnunum þrátt fyrir aukinn fjölda bráðaaðgerða. Reynsla okkar styður gallblöðrutöku með kviðsjá sem valað- gerð fyrir bæði gallsteina og galllblöðrubólgu. 43. Skurðaðgerðir vegna lungnakrabbameins á Borgarspítala 1971 til 1993 Vignir Þór Bjarnason", Gunnar H. Gunnlaugsson21 11Lœknadeild Háskóla íslands, 2>handlœkningadeild Sjúkraliúss Reykjavíkur, Fossvogi Markmið rannsóknarinnar var að fá yfirlit yfir þessar aðgerðir og árangur þeirra. Jafnframt að reyna að bera saman lifun þeirra sem voru einkenna- lausir við greiningu og hinna sem höfðu einkenni. Aðferð: Upplýsingar fengust af sjúkraskrám, sím- tölum við sjúklinginga og aðstandendur og af dánar- vottorðum. Fullnaðarvitneskja fékkst um alla sjúk- linga nema einn (98,4%). Fimm ára lifun var reikn- uð með Kaplan-Meier aðferð. Við tölfræðilegan samanburð á lifun milli hópa var notað log-rank próf. Helstu niðurstöður voru bornar saman við þekktar greinar í læknatímaritum. Niðurstöður: Um var að ræða 66 aðgerðir á 64 sjúklingum vegna frumæxlis í lunga. Fjórir sjúkling- ar, á aldrinum 20-57 ára , voru með krabbalíki og eru þeir allir á lífi 3,5 til 9,5 árum eftir aðgerð. Einn þeirra var skorinn upp aftur síðar, þá vegna flögu- þekjumeins og er hann því tvítalinn í uppgjörinu. Sextíu og einn sjúklingur, 39 karlar og 22 konur á aldrinum 45-85 ára (miðtala 65 ár), voru með lungnakrabbamein, þar af 27 með flöguþekju- krabba, 25 með kirtilfrumukrabba, sjö með stór- frumukrabba og tveir með aðrar tegundir. Allt lung- að var tekið í 14 tilvikum (21,2%), eitt lungnablað f 42 (63,6%), tvö lungnablöð í fjórum (6,1%, hjá ein- um sjúklingi í tveimur aðskildum aðgerðum) og fjór- ir gengust undir minni aðgerðir (6,1%). Þrír sjúk- lingar á aldrinum 70-85 ára létust, allir úr lungna- bólgu og lungnabilun, þar af tveir eftir lungnaúrnám og einn eftir lungnablaðsúrnám (4,5%). Af 14 meiri háttar aukakvillum (21%) var lungnabilun algeng- ust. Hjá 12 sjúklingum var einungis um líknandi aðgerð að ræða og var meðallifun þeirra 15,4 mán- uðir. Fjörutíu og níu sjúklingar gengust undir lækn- andi aðgerð (sjúklingar með krabbalíki frátaldir) og var fimm ára lifun hjá þeim 37,8%. Fimm ára lifun hjá sjúklingum með flöguþekjukrabba (22 sjúkling- ar) var 42,3% samanborið við 29,6% fyrir kirtil- frumukrabba (19 sjúklingar) en munurinn er ekki marktækur (p=0,32). Fimm ára lifun hjá lungna- krabbasjúklingum sem voru einkennalausir við greiningu (18 sjúklingar) var 55,6% en hjá þeim sem höfðu einkenni (31 sjúklingur) 27,0%. Munurinn reyndist ekki marktækur (p=0,18). Lok: Tíðni fylgikvilla og dánartala eru svipuð og í erlendum rannsóknum. Hlutfall flöguþekjukrabba virðist lægra en annars staðar. Lungnaúrnám eru tiltölulega fá. Hlutfall lungnakrabbasjúklinga sem greindust áður en þeir fengu einkenni er óvenju hátt og fimm ára lifun einnig óvenju há. 44. Hjarta- og lungnaaðgerðir samtímis Kristimi li. Jóliannsson, Grétar Ólafsson Handlœkningadeild Landspítalans Hjartaaðgerðir hófust á Landspítalanum þann 14. júní 1986 og í mars 1996 hafa verið gerðar um 1700 aðgerðir. Æxli í lungum hjá sjúklingum sem þurfa nauðsynlega að komast í kransæðaaðgerð er ekki algengt. Hvernig á að leysa það mál, það er á að gera báðar aðgerðir samtímis eða gera lungnaskurðað- gerð eftir kransæðaaðgerðina? Að gera báðar aðgerðirnar samtímis er vissum erfiðleikum háð og eykur áhættu. Sjúklingur er á heparíni þegar lungnaaðgerð er gerð og aukin hætta er á blæðingu. Einnig er erfitt að framkvæma lungnaskurð í gegnum bringubeinsskurð (sterno- tomy), sérstaklega er erfitt að fjarlægja vinstri neðri lungnalappa og gera brottnám á lunga. Einnig er spurning hvort það er ekki of stór aðgerð fyrir sjúk- ling, það er að gera aðgerðirnar samtímis, þar sem aukin er hætta á að kransæðaaðgerðin heppnist ekki sem skyldi og sjúklingur lendi í óþarfa aukakvillum frá lungum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.