Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 62

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 62
316 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 stöku. Gerðar voru 13 opnar aðgerðir samtímis, það er fimm decompressionir og hjá finirn voru liðpoka- rifur saumaðar, tvær Bankart og ein liðpokafærsla. Aðgerðirnar voru gerðar í svæfingu. Einungis fimm sjúklingar lögðust inn en 57 fóru í dagaðgerðir. Eng- inn fékk sýkingu eftir lokaða aðgerð. Einn fékk sýkingu eftir opna aðgerð. Umræða: Reynslan af fyrstu 62 skráningunum er mjög jákvæð. Eyðublaðið hefur reynst vera auðvelt í notkun og í flestum tilvikum er skráningin nákvæm- ari en hefðbundnar aðgerðarlýsingar sem hefur að mestu leyti verið hætt. Lokaðar axlarliðspeglunar- aðgerðir eru nú orðnar kjörmeðferð í flestum tilvik- um. Ályktun: Sérhannað eyðublað fyrir liðspeglanir á öxl eykur nákvæmi, auðveldar gæðaeftirlit og bætir þjónustu. 53. Er hægt að fækka röntgenrannsóknum hjá þeim sem hljóta ökklaáverka? Hildur Svavarsdóttir11, Ásbjörn Jónsson2>, Brynjólfur Mogensen3f4>, Einfríður Árnadóttir2>, Sigurður Á. KristinssonI> 11Slysa- og sjúkravakt Sjúkrahúss Reykjavíkur, 2>röntgendeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 3>bceklunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 4>lœknadeild Háskóla íslands Inngangur: Miðað við nýlega rannsókn í Kanada virðist mega fækka röntgenrannsóknum verulega hjá þeim sem hljóta ökklaáverka ef farið er eftir mjög nákvæmum leiðbeiningum um hvenær nauð- synlegt sé að taka röntgenmynd án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar og ná þannig fram hagræðingu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort hægt sé að taka upp sams konar vinnu- reglur á slysa- og sjúkravakt Sjúkrahúss Reykjavík- ur. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar 18 ára og eldri, sem leita beint á slysa- og sjúkravakt Sjúkrahúss Reykjavíkur með lokaðan ökklaáverka. Fyllt var í nákvæman lista um einkenni, hvernig ætti að skoða og það sem fannst við skoðun. Allir voru myndaðir. Niðurstöðúr: Tvö hundruð og fimmtíu sjúklingar leituðu á slysa- og sjúkravakt með ofannefnd skil- yrði. Sextíu og sex voru með beináverka, þar af 12 með afrifubrot. Aðeins níu sjúklingar með ökkla- áverka uppfylltu öll skilyrði kanadísku rannsóknar- innar um að ekki þyrfti að taka röntgenmyndir. Af þeim var einn með örsmáa afrifu og var hann með- höndlaður sem tognaður. Umræða: Miðað við að 66 sjúklingar af 250 hlutu beináverka og aðeins níu uppfyltu öll skilmerki um að ekki þyrfti að mynda virðist sem ekki sé ástæða til að breyta vinnureglum. Hvers vegna svo mikill mun- ur er á milli Kanada og Reykjavíkur er hins vegar óljóst. V-54. Slys á gangandi vegfarendum sem verða fyrir bíl. Umferðaslys Reykvíkinga 1994 Karl Kristjánsson, Brynjólfur Mogensen Slysadeid, Sjúkralníss Reykjavíkur Inngangur: Þrátt fyrir stöðugar úrbætur í gatna- málum, svo sem gangbrautaljós, hraðahindranir og fleira, verður enn talsvert af slysum á gangandi veg- farendum sem verða fyrir bflum. Til að úrbætur geti verið markvissari er nauðsynlegt að skráning sé ná- kvæm. Tilgangur þessarar rannsóknar er að greina ástæður og hugsanlega meðvirkandi þætti fyrir þess- um slysum. Efniviður: Rannsóknin er hluti af rannsókn á veg- um Slysavarnaráðs á umferðaslysum Reykvíkinga 1994. Skoðaðar voru sjúkraskrár þeirra sem komu á slysadeild Borgarspítalans eftir að hafa orðið gang- andi fyrir bíl. Sérkenni hvers aldurshóps voru skoð- uð. Niðurstöður: Alls voru skráð 100 slys, 54 karlar og 46 konur. Börn og unglingar upp að 14 ára aldri voru 33, flest voru í aldurshópnum fimm til níu ára, eða 15. Algengast var að þau yrðu fyrir slysum í íbúða- götum eða á bílastæðum. Þrjú börn voru lögð inn. Slasaðir á aldrinum 15-64 ára voru 46 og í þeim aldurshópi, sérstaklega 15-30 ára, var einkennandi hve margir slösuðust að næturlagi í miðbænum. I Lækjargötu urðu sex slys, Hverfisgötu sex og Tryggvagötu tvö. Nokkur slysanna urðu er fólk hljóp í veg fyrir leigubila. í sjúkraskrá voru 15 skráð- ir drukknir og í sjö tilvikum til viðbótar má ætla eftir aðstæðum að áfengi hafi verið meðverkandi þáttur, eða alls 23 af 46 slysum (50%). Þrír voru lagðir inn. Slasaðir 65 ára og eldri var 21. Flest slysin eða að minnsta kosti 12 (60%) urðu við stórar umferðargöt- ur, oftast á leið yfir gangbraut. Vegalengd yfir gang- braut getur verið um 25 m en tíminn á ljósum oft aðeins 20 sekúndur. Til að ná yfir þarf gönguhraðinn því að vera að minnsta kosti 1,2 m/sek, sem er meira en flestir aldraðir ná. Hlutfallslega flestir voru lagðir inn úr þessum aldurshópi, eða 10 (48%). Umræða: Slasaðir úr umferðaslysum, þar sem gangandi verða fyrir bílum, eru að ýmsu leyti sund- urleitur hópur. Slysstaðir (íbúðagötur, miðbærinn, stórar umferðargötur), og meðverkandi þættir (óvitaskapur og smæð, ölvun og hægari hreyfingar) eru mismunandi eftir aldurshópum. Fyrirbyggjandi aðgerðir verða því að beinast að ólíkum þáttum til að vera árangursríkar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.