Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 64

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 64
318 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Umræða og fréttir Lánasjóðsmálið — að berjast við sjöhöfða þurs Árið 1993 kærðu tveir ung- læknar Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) fyrir um- boðsmanni Alþingis, vegna þeirrar meðferðar sem lánsum- sóknir þeirra höfðu fengið hjá sjóðnum. Svar barst loks eftir langa bið 12. febrúar síðastlið- inn. Saga málsins Upphaf þessa máls er það að í ágúst 1991 afturkallaði LÍN lánshæfni framhaldsnáms lækna. Engum reglum var breytt, aðeins skilningi manna á lögum. Sett var í september sama ár vinnuregla sem kvað á um að ef læknar í framhalds- námi hefðu tekjur er næmu framfærslu einstaklings á Islandi væru þeir ekki lánshæfir. Var þar ekkert tillit tekið til fjölda einstaklinga á framfæri náms- manns. Síðan fór LIN að rukka menn um endurgreiðslur fyrri námslána, rétt eins og þeir væru ekki í námi. Félag ungra lækna (FUL) leitaði til umboðsmanns Al- þingis. í áliti hans frá 23. októ- ber 1992 segir í stuttu máli, að læknar í framhaldsnámi megi sækja um lán, rétt eins og aðrir námsmenn og staða þeirra sé í engu önnur en annarra náms- manna. Nú skuli ekki lengur lit- ið á tekjur þeirra (sem við höf- um alltaf viljað kalla styrk (stip- endum)) heldur skuli metið í hverju tilfelli fyrir sig hvort um nám eða starfsþjálfun sé að ræða. Með þennan úrskurð að leið- arljósi tóku læknar í framhalds- námi, sérstaklega í Bandaríkj- unum þar sem kjör unglækna með fjölskyldur voru slæm, ým- ist að sækja um lán á ný, eða frestun á endurgreiðslum náms- lána. Bréf bárust frá LÍN þar sem spurt var um námið, tíma í fyrirlestrum, umönnun sjúk- linga og svo framvegis. Þær upplýsingar sem LÍN bað um voru samviskusamlega veittar, en allt kom fyrir ekki og um- sókn um lán/frestun á endur- greiðslum var hafnað. LIN taldi að; 1) hjá læknum í framhalds- námi væri um að ræða launað starfsnám, 2) námið væri jafn- gilt námi að loknu doktorsprófi (sem ekki er lánað til) og 3) að auki væri sambærilegt fram- haldsnám lækna á íslandi ekki lánshæft. Hafði ítarlegt bréf læknadeildar HÍ dagsett 13. apr- íl 1994, sem studdi málstað lækna, engin áhrif á þessa ákvörðun sjóðsins. Við það sat og ákváðu þá tveir læknar í framhaldsnámi í lyflækningum í Madison, Wisconsin, Bandaríkjunum, þeir Björn Rúnar Lúðvíksson og Jón Atli Árnason, í sam- vinnu við FUL að leita til um- boðsmanns Alþingis. Eiga þeir miklar þakkir skildar fyrir að leggja í þetta mál. Barst erindi þeirra 23. október 1993. Var þar kvartað yfir því að stjórn LIN viðurkenndi ekki sérfræðinám lækna sem lánshæft nám, sam- kvæmt bókun í fundargerð 856. fundar stjórnar LÍN. Málið hef- ur verið í athugun síðan hjá um- boðsmanni. Álit umboðsmanns Aljiingis: I stuttu máli er álit hans þetta: 1. Framhaldsnám íslenskra lækna, að loknu prófi frá lækna- deild Háskóla íslands, telst ekki nám að loknu doktorsprófi. Pví er ekki hægt að synja læknum um námslán á þeim forsendum. Vinna íslenskra lækna hér heima eftir embættispróf, telst almennt ekki skipulegt fram- haldsnám. 2. Ekki er um launað starfs- nám að ræða (sem LÍN lánar ekki til). Þótt um umsjón sjúk- linga sé að ræða og að starfið sé unnið á hefðbundum vinnu- tíma, útilokar það ekki að um nám geti verið að ræða, eðli námsins getur krafist slíkrar til- högunar. Leggja verður áherslu á tilhögun fræðslu, eftirlit með árangri og endanlega próf- gráðu, við mat á því hvort um lánshæft nám sé að ræða. 3. Ekki skiptir máli hvort tekjur læknis í framhaldsnámi eru laun eða styrkur. Það skiptir heldur ekki máli varðandi láns- hæfi hvort læknir hafi jafnvel margfalda framfærslu náms- manns. Styrkur eða samnings- bundin laun eiga að koma til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.