Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 70

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 70
324 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Ályktun um úrsögn úr Læknafélagi Islands „Almennur fundur Félags ungra lækna haldinn 14. mars 1996 á Landspítala fordæmir nýgerðan samning Læknafélags Reykjavíkur og Tryggingastofn- unar ríkisins um sérfræðilækn- ishjálp, seni stuðlar að einokun stofulækna. Um er að ræða brot á siðareglum lækna, brot á lög- um Læknafélags íslands og brot á lögum Læknafélags Reykja- víkur. Nú er mælirinn fullur. Við sjáum ekki að Læknafélag fs- lands hafi hagsmuni okkar að leiðarljósi og lýðræðisleg vinnu- brögð hafa verið þverbrotin. Fundur Félags ungra lækna beinir því til stjórnar Félags ungra lækna að hefja þegar undirbúning að úrsögn aðildar- félaga Félags ungra lækna úr Læknafélagi fslands og stofnun nýrra samtaka lækna.“ Greinargerð vegna álykt- unar um úrsögn úr Læknafélagi íslands I. Ofangreind ályktun er til marks um þá miklu óánægju sem ríkir meðal ungra lækna með Læknafélag íslands (LÍ). Hér á eftir mun stjórn Félags ungra lækna (FUL) reyna að út- skýra ástæður þess að við gríp- um til þessa örþrifaráðs. Óánægja unglækna er ekki ný af nálinni. Fyrir þremur árum hugleiddi FUL alvarlega úrsögn úr LÍ, eftir mikla umræðu með- al félagsmanna. Þá varð hins vegar úr að doka við, enda vonir bundnar við nefnd er endur- skipuleggja átti LÍ, auk þess sem loforð voru gefin um betri þjónustu skrifstofu félagsins og bætta aðstöðu í nýju húsnæði. Nefnd þessi (undir forystu Magnúsar R. Jónassonar) gerði mikilvægar en minni háttar breytingar á LÍ, og það er enn óbreytt að FUL er í raun vart til sem félag innan LÍ samkvæmt lögum og hefur miklu minni áhrif en vera ætti ef litið er á fjölda félagsmanna (samkvæmt okkar skrám eru 15. mars 1996 að minnsta kosti 141 læknir í FUL). Þjónusta skrifstofunnar hefur batnað, en þrátt fyrir fög- ur loforð hafa unglæknar enn enga aðstöðu þar á bæ. Slíkt er óviðunandi. Það er ekki nóg að mega nota skrifborð annarra þegar þeir eru ekki við, eins og okkur hefur verið boðið. Gluggalaus aðstaða undir súð er heldur ekki bjóðandi, en við vit- um að slíku plássi er enn óráð- stafað uppi á lofti í Hlíðasmára. Umsvif FUL og magn þeirra upplýsinga (um framhaldsnám og fleira) sem við viljum að fé- lagsmenn hafi aðgang að er svo mikið að við höfum fulla þörf fyrir eigin aðstöðu. Við erum stór hluti læknasamtakanna og greiðum tæpar 5.000.000,- á ári til félagsins og finnst því alls ekki að við séum að gera óhóf- legar kröfur. Eða fyrir hverja er skrifstofa félagsins? II. Það sem gekk fram af okk- ur er hins vegar framganga nokkurra valdamikilla sérfræð- inga undanfarið. í ágúst síðast- liðnum gerði Læknafélag Reykjavíkur (LR) samning við Tryggingastofnun ríkisins (TR) um sérfræðilæknishjálp eins og frægterorðið. Sásamningurvar samþykktur á fundi sem boðað var til með afar stuttum fyrir- vara þar sem brýnt var talið að ná samningi í miklum flýti. I þeim samningi var í fyrsta sinn kveðið á um skert aðgengi nýrra sérfræðinga að samningi við tryggingastofnun. Svokölluð samráðsnefnd átti að vera tryggingastofnun til halds og trausts við mat á umsækjend- um. Strax og samningurinn hafði verið gerður mótmæltu ungir læknar. Mótmæli hafa borist frá Félagi ungra lækna, Félagi ís- lenskra lækna í Norður-Amer- íku, Bretlandi, Noregi, Svíþjóð og Hollandi. Á aðalfundi LÍ í september var samþykkt eftir- farandi ályktun (nr. XIV): „Að- alfundur Ll ..., lýsir yfir óá- nœgju rrieð nýgerðan samning Tryggingastofnunar ríkisins og Lœknafélags Reykjavíkur um sérfrœðilæknishjálp hvað varð- ar aðgengi nýrra sérfrœðinga. Leggur fundurinn til að samn- ingurinn verði ekki endurnýjað- ur óbreyttur. “ Með þessa ályktun aðalfund- ar í höndunum töldu unglæknar málum borgið, enda sejþr í 7. grein laga Læknafélags Islands: „Samþykktir aðalfundar eru bindandi fyrir aðildarfélögin og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.