Læknablaðið - 15.04.1996, Page 86
336
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Lyfjamál 47
Frá Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneyti og landlækni
Ný reglugerð um greiðsluþátttöku almannatrygginga í lyfjakostnaði
sem tekur gildi 1. apríl 1996
Helstu breytingar frá fyrri reglu-
gerð eru eftirfarandi:
* Tryggingastofnun ríkisins
mun hætta að taka þátt í að
greiða óskráð lyf sem flutt eru
inn samkvæmt undanþágu,
nema í undantekningartilvik-
um.
Athygli er sérstaklega vakin á
því, að nýtt eyðublað hefur verið
hannað fyrir umsóknir um und-
anþáguinnflutning.
* Lyfjanefnd ríkisins mun
hætta að ákveða greiðsluþátt-
töku almannatrygginga í
nýskráðum lyfjum. Sú
ákvörðun verður tekin af
ráðuneytinu í samvinnu við
Tryggingastofnun ríkisins.
* Breytingar eru gerðar á
greiðsluþátttöku almanna-
trygginga í eftirfarandi lyfja-
flokkum:
1. FlogaveikilyfoglyfviðPark-
insonssjúkdómi verða greidd
samkvæmt greiðslureglu E,
nema fyrir flogaveika og
sjúklinga með Parkinsons-
sjúkdóm, sem fá lyfin greidd
að fullu gegn framvísun
lyfjaskírteinis.
2. Lyf sem eingöngu eru notuð
til forvarnar við malaríu
verða greidd að fullu af
sjúklingi.
3. Takmarkað ávísanamagn á
veirulyf (töflur) við 30 daga
notkun.
4. Lyf notuð við þvagfærasýk-
ingum eru sett í greiðslu-
reglu O eins og önnur sýkla-
lyf.
5. Vefaukandi lyf og næringar-
lyf sem voru greiðslumerkt
E,0 og greidd samkvæmt
skírteini eru sett i greiðslu-
merkingu O, en má eftir sem
áður greiða samkvæmt skír-
teini.
6. Lyf í flokki L 02 AE 01 greitt
samkvæmt greiðslumerk-
ingu E.
Reglugerð um ákvörðun
lyfjaverðs
Pann 15. mars 1996 tók gildi
40. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 sem
fjallar um verðlagningu lyfja.
Jafnframt tók þá til starfa Lyfja-
verðsnefnd sem mun ákveða há-
marksverð lyfja samkvæmt
þeim lögum. Núgildandi lyfja-
verðskrár munu gilda áfram
sem hámarksverðskrár fyrir þau
lyf sem nefndin tekur ákvörðun
um þar til ný verðskrá verður
gefin út í nafni Lyfjaverðs-
nefndar.
Ný reglugerð um ákvörðun
lyfjaverðs vegna gildistöku 40.
gr. lyfjalaga nr. 93/1994, tekur
gildi 1. apríl 1996.
Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið
12. mars 1996