Læknablaðið - 15.04.1996, Side 93
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
341
Bókanir TR og LR
1. Samninganefndirnar telja
eðlilegt að heilbrigðisstjórn-
in beiti sér fyrir því að stofn-
anir, sem reknar eru fyrir
fjárframlög frá hinu opin-
bera og leigja læknum að-
stöðu og endurgjald er mið-
að við hlutfall af tekjum, taki
við ákvörðun leigugjalds mið
af afslætti, sem læknir kann
að veita sjúkratryggingun-
um, svo og skerðingu sam-
kvæmt samningi þessum.
2. Með vísan til 4. gr. samnings
þessa er það skoðun samn-
ingsaðila, að við endur-
ákvörðun á heildareininga-
fjölda læknisverka sam-
kvæmt þessum eða nýjum
samningi sé meðal annars lit-
ið til:
a. Breytinga á fólksfjölda og
aldursdreifingar á reikni-
tímabilinu,
b. nýrra læknisverka,
c. breytinga á ferliverkum,
d. breytinga á starfsháttum
sjúkrahúsa, sem leiða til
breyttra læknisverka utan
sjúkrahúsa,
e. breytinga á greiðsluþátt-
töku sjúkratrygginga.
3. Á samningstímanum skal
samráðsnefnd aðila endur-
skoða greiðslur vegna rann-
sókna og aðgerða, sem krefj-
ast dýrra og viðkvæmra
tækja og eru í eigu lækna.
Niðurstaða samráðsnefndar
skal lögð fyrir samninga-
nefndir aðila til endanlegrar
afgreiðslu.
4. Á samningstímanum skal
stefnt að því, að fyrirtæki,
sem eru alfarið í eigu sér-
fræðinga, er við það starfa og
hafa heimild til að vinna eftir
samningi þessum, skuli vera
heimilt að senda TR reikn-
inga fyrir verk sem unnin eru
samkvæmt samningi þess-
um. Einstakir reikningar
skulu þá eftir sem áður
merktir viðkomandi lækni.
Þessi reikningsskilamáti skal
í engu breyta stöðu læknis
gagnvart sjúkratryggðum og
TR.
5. Aðilar eru sammála um, að
einingar einstakra röntgen-
lækna, sem starfa eftir samn-
ingi þessum, falli undir
heildareiningafjölda vegna
rannsókna samkvæmt 4. gr.
Verði breytingar á rekstrar-
formi rannsóknadeildar
Landakots skal samráðs-
nefnd aðila samnings þessa
endurskoða heildareininga-
fjölda vegna rannsókna sam-
kvæmt 4. gr.
6. Eftir ársfjórðungslegt upp-
gjör reikninga sérfræðinga
skal TR jafnframt skila sam-
ráðsnefnd aðila yfirliti yfir
heildareiningafjölda rann-
sóknalækna og klínískra sér-
fræðinga fyrir reikningstíma-
bilið. Skal það flokkað eftir
sérgreinum og eftir því hvort
verk eru unnin á stofnun eða
ekki. Yfirliti þessu skal
fylgja sambærilegt yfirlit síð-
asta árs eftir því sem kostur
er. Einnig skal stefnt að því,
að einstök læknisverk verði
flokkuð á svipaðan hátt.
7. Samninganefndir TR og LR
eru sammála um, að í samn-
ingi á milli aðila, dags. 12.
janúar 1995, um viðskipti
Læknisfræðilegrar mynd-
greiningar ehf. kom gjaldlið-
ur um segulómrannsóknir
(MRI) ekki til sérstakrar
umræðu á milli aðila. í samn-
ingi þessum er ekki tekin af-
staða til samnings aðila
vegna Læknisfræðilegrar
myndgreiningar ehf. Aðilar
eru sammála um að skjóta
máli varðandi segulómrann-
sóknir (MRI) til gerðar-
dóms, sem úrskurði í mál-
inu.
Bókun LR
Það er forsenda LR fyrir
samningi þessum að frestun
uppsagna einstakra lækna gildi
áfram, samanber bréf formanns
samninganefndar LR og for-
manns Sérfræðingafélags ís-
lenskra lækna um frestun gild-
istöku reglugerða nr. 81 og 82
frá 1995 til forstjóra TR, dags.
26. apríl 1995.
Bókun TR
Það er stefna Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytis, að
útgjöld vegna ferliverka á árinu
1996 verði að minnsta kosti 20
milljónum krónum lægri en út-
gjöld vegna ferliverka á árinu
1995.
Yfirlýsing formanns LR
Það er skilningur undirritaðs,
að þeir sérfræðingar sem óska
eftir að starfa samkvæmt samn-
ingnum og hyggjast vera með
hefðbundinn stofurekstur fái
heimild til þess.
Ég tel viðbótarafslátt sam-
kvæmt3. mgr. 4. greinartryggja
að fullu að útgjöld sjúkratrygg-
inganna aukist ekki þó að þeim
fjölgi, sem starfa samkvæmt
samningnum.
Fylgiskjal með samningi
um sérfræðilæknishjálp,
dags. 7. mars 1996
Opinberar stofnanir
og stofnanir, sem fá
fjárframlög frá
opinberum aðilum
AUar heilsugæslustöðvar
Öll sjúkrahús
Öll elli-, hjúkrunar- og dvalarheimili
Heiðarbraut 32, Akranesi (lækna-
bústaður)
Heyrnar- og talmeinastöð fslands
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
Krabbameinsfélag íslands
NLFÍ
Reykjalundur
Sjónstöð íslands
Suðurgata 44, (húsnæði St. Jósefs-
spítala, Hafnarfirði)
Aðrar sambærilegar stofnanir sam-
kvæmt úrskurði samráðsnefndar að-
ila