Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 14
-12-
bókhald i' þeim skilningi að öll viðskipti séu skráð, enda
væri sli1<t óviðráðanlegt. Þess i' stað er athyglinni beint
að ákveðnum meginhugtökum. Má þar nefna þjóðarútgjöld,
viðskiptajöfnuð, launagreiðslur og rekstrarhagnað. Mikil-
vægustu hugtökin eru landsframleiðslan og þjóðarfram-
leiðslan, en mörg fleiri hugtök koma til skjalanna (1).
Tilgangurinn með þjóðhagsreikningagerðinni er að mæla
árangur efnahagsstarfseminnar þ.e. afkomu og efnahag þjóðar-
búsins. Hliðstæðan við bókhaldsuppgjör fyrirtækis er hér
auðsæ, þótt umfang þjóðhagsreikninganna sé að sjálfsögðu
meira og bókhaldið flóknara, þar sem verðmætastraumunum er
fylgt eftir út fyrir starfsvettvang fyrirtækjanna.
Þjóðhagsreikningagerð á föstu verði, svo sem sú sem
nú birtist i' þessari skýrslu, hefur margt til si'ns ágætis.
Einn megintilgangurinn er að meta hagvöxt, það er vöxt
þjóðarframleiðslunnar eða landsframleiðslunnar "að raunveru-
legu verðgildi" frá einum ti'ma til annars. Algengt er að
setja þetta mat fram i' einni tölu eða þá örfáum. X
i'slenskum þjóðhagsreikningum hefur fastaverðsreikningurinn
eða staðvirðingin fram til þessa verið sett fram með þeim
hætti að hagvöxturinn, þ.e. vöxturinn að raunverulegu verð-
gildi, hefur verið sundurliðaður eftir stærstu liðum i' ráð-
stöfunarlið, þ.e. i' einkaneyslu, samneyslu, fjármunamyndun
o.fl. Hitt er ekki sfður mikilvægt, eins og gert er i'
þessari skýrslu, að fá hagvöxtinn sundurliðaðan eftir ein-
stökum atvinnugreinum.
Að jafnaði er þjóðhagsreikningakerfum skipt upp i'
einingar eða geira og viðskipti milli geiranna skráð.
Afmörkun geiranna getur verið með ýmsu móti en hlýtur að
taka mið af þeim tilgangi sem skýrslugerðinni er almennt
ætlað að þjóna. X meginatriðum er fylgt alþjóðlega viður-
kenndum aðferðum og verður i' þvi' sem hér fer á eftir fylgt
þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna (2), sem allur
þorri þjóða heims fylgir (að undanteknum Austur-Evrópu-
ri1<junum aðallega). Kerfi þetta er jafnan nefnt SNA.
(1) f 3. kafla hér á eftir er að finna skilgreiningar og
skýringar á þeim helstu hugtökum, sem fyrir koma i'
þjóðhagsreikningum.
(2) United Nations: A System of National Accounts, Studies
in Methods; Series E No. 2 Rev. 3; New York 1968.