Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 97
-95-
afskriftum milli uppgjörsaðferðanna fæst þvi' með þvi' að
bera saman dálk (1) og (3). Sé það gert, kemur i' ljós að
framan af ti'mabilinu hefur afskriftin samkvæmt ráðstöfunar-
uppgjörinu verið nokkru hærri, og einkum þó á árunum
1976-1978. A árinu 1979 snýst þetta við, en þá verður, eins
og áður hefur komið fram veruleg breyting á afskrifta-
matinu i' framleiðsluuppgjörinu og afskriftir hækka
verulega. Astæðan er sú, að i' nýjum skattalögum sem þá
tóku gildi, var heimilað að miða afskriftir við endurmetið
stofnverð fjármuna. Rétt er þó að i'treka, að hvert sem
afskriftamatið er, breytir það ekki matinu á vergri lands-
framleiðslu eða vergum þáttatekjum, heldur einungis tölum um
hreina landsframleiðslu, hreinar þáttatekjur o.s.frv.
r töflu 1 koma fram hugtökin óbeinir skattar og fram-
leiðslustyrkir, bæði i' ráðstöfunaruppgjörinu og i' fram-
leiðsluuppgjörinu. Niðurstöðum ber ekki saman, þar eð skil-
greining þessara hugtaka hefur ekki verið samræmd að
fuilu. Þó má segja að munurinn á óbeinum sköttum sé
hverfandi en hins vegar kemur fram nokkur munur á fram-
leiðslustyrkjum, og eru styrkir i' ráðstöfunaruppgjörinu
hærri en i' framleiðsluuppgjörinu. Þetta má rekja til rýmri
skilgreiningar hugtaksins i' ráðstöfunaruppgjörinu, þar sem
til dæmis útgjöld vegna rannsóknarstofnana atvinnuveganna
voru talin til styrkja. Sama gildir um hluta af afskrift
samgöngumannvirkja. Þessu hefur nú verið breytt frá og með
árinu 1980 til samræmis við framleiðsluuppgjörið, og nýja
þjóðhagsreikningakerf ið.
7.2 Vergar þáttatekjur eftir atvinnugreinum ásamt
niðurstöðum staðvirðingar (töflur 3-8)
r töflum 3 til 6 eru birtar vergar þáttatekjur eftir
atvinnugreinum. Töflur 3 og 4 sýna beinar tölur og hlut-
fallstölur miðað við verðlag hvers árs. I' töflu 5 eru hins
vegar birtar vergar þáttatekjur á verðlagi ársins 1975, og
magnvi'sitölur samkvæmt þvi', i' töflu 6.
Töflur 3 og 4 eru sambærilegar við töflur i' þjóðhags-
reikningaskýrslu nr. 1, en ná nú yfir lengra ti'mabil, auk
þess sem niðurstöður hafa breyst nokkuð. Töflur 5 og 6