Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 73
-71-
Magnvísitala
Vergar
Heildarafli þáttatekjur
Ár 1973 97,7 96,4
1974 99,4 92,8
1973 100,0 100,0
1976 103,9 100,1
1977 122,5 122,6
1978 133,6 141,3
1979 155,7 168,9
1980 169,4 187,4
6.3.3 Fiskiðnaður (atv.gr.30)
Við staðvirðingu i' einstökum greinum innan fisk-
iðnaðarins, eins og frystingu, söltun og fleiru, er byggt á
þeirri forsendu að breytingar framleiðslumagns og aðfanga
fylgist að. Samkvæmt þvi' er talið nægjanlegt að li'ta á
magnvisitölur afurðaframleiðslunnar sem nálgun við mat á
breytingu þáttateknanna. Byggt er á þeirri magnvi'sitölu sem
birt er i' þjóðarbúskapnum nr. 7, töflu 17 og óbirtum undir-
gögnum þeirrar töflu. Sú magnvi'sitala er byggð á grunnári
ársins 1973 við staðvirðingu framleiðslunnar á ti'mabilinu
1973-1977, en eftir það er byggt á grunni ársins 1980.
Magnvi'sitala fyrir jöfnunar- og miðlunarsjóði i' sjávar-
útvegi er reiknuð sem vegin magnbreyting þriggja stærstu
greinanna, það er frystingar, söltunar og herslu og fiski-
nnjölsvinnslu.
6.3.4 Iðnaður, annar en fiskiðnaður (atv.gr. 31-39)
Aðferðir við staðvirðingu einstakra iðngreina eru
nokkuð breytilegar og ráðast þær af tiltækum heimildum um
hverja grein. Ein megin heimildin er þó magnvi'sitala
iðnaðarvöruframleiðslunnar, sem Þjóðhagsstofnun reiknar á
grundvelli upplýsinga frá Hagstofunni og fleiri aðilum. lllt-