Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 18
-16-
2.5 Framleiðsluaðferðin
Framleiðsluaðferðinni er ætlað að sýna i' hvaða atvinnu-
greinum framleiðslan fer fram. Hún byggist á þvi', að lagt
er saman framleiðsluverðmæti allrar atvinnustarfsemi, bæði
fyrirtækja, opinberra aðila og annarra. Þessi aðferð felur
i' sér tvenns konar vanda.
r fyrsta lagi þarf að athuga, að vörur og þjónusta,
sem eitt fyrirtæki framleiðir, eru notuð við framleiðslu
annarra fyrirtækja. Til þess að forðast tvi'talningu þarf
að draga frá aðföngin, sem fyrirtækið notar og kaupir ýmist
af öðrum fyrirtækjum eða frá útlöndum. Þegar aðföng hafa
verið dregin frá verðmæti framleiðslunnar á þvi' verði, sem
fyrirtækið fær fyrir hana, fæst sú verðmætisaukning, sem af
framleiðslunni leiðir. Þessi verðmætisaukning, sem ýmist
er nefnd virðisauki eða vinnsluvirði, er framlag fyrirtæki-
sins til vergrar landsframleiðslu.
Auk þess að forðast tvi'talningu þarf að athuga, að frá
verðinu, sem fyrirtækið fær i' hendur fyrir framlag sitt
þarf að greina óbeina skatta, t.d. söluskatt, sem ekki er
hluti af umbun til starfsmanna eða eigenda fyrirtækjanna.
Greiði ri1<ið hins vegar framleiðslustyrki með vörunni, telst
sú greiðsla hluti af þáttatekjum. Þetta getur skipt miklu
máli, t.d. i' landbúnaði hér á landi.
Framangreindur vandi, þ.e. annars vegar tvi'talningin
og hins vegar aðgreining óbeinna skatta svo og framleiðslu-
styrkja, mótar að nokkru uppgjörsaðferðir. Segja má, að
framleiðsluuppgjörið byggist á gerð framleiðslureikninga.
Hver reikningur samanstendur af þrem grundvallarhugtökum,
þ.e. framleiðsiuvirði, aðföngum og vinnsluvirði. Hann má
setja upp á eftirfarandi hátt: