Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 99
-97-
Af töflum 5 til 8 má draga ýmsar ályktanir um hagvöxt
á þessu ti'mabili og framlag einstakra atvinnugreina til
hagvaxtarins. Eins og vænta mátti hefur hagvöxturinn verið
borinn uppi af fiskveiðum og fiskvinnslu. A ti'mabilinu
1973-1980 hafa vergar þáttatekjur vaxið um 35% að raunveru-
legu verðgildi, og þar af má rekja rösk 12% beint til fisk-
veiða og fiskvinnslu. Þetta má meðal annars sjá i' töflum 5
og 7. Hins vegar verða hér ekki rakin þau óbeinu áhrif sem
vöxtur einnar greinar leiðir af sér fyrir aðrar greinar.
Þetta er ekki unnt, þar sem tengslin milli einstakra
atvinnugreina hafa enn ekki verið kortlögð i' i'slenskum þjóð-
hagsreikningum, en það er gert með svonefndri aðfanga- og
afurðagreiningu.
Aftur á móti er unnt að fá samanburð á vexti hinna ein-
stöku atvinnugreina. Þetta er gert með vi'sitölum i' töflum
6 og 8. r þeim töflum er magnvi'sitala vergra þáttatekna
sett 100,0 árið 1975, enda er það grunnár staðvirðingar-
innar, eins og áður er komið fram. Sé vi'sitalan hins vegar
sett 100,0 árið 1973 til þess að fá gleggri samanburð fyrir
allt ti'mabilið, kemur eftirfarandi i' ljós og er þá aðeins
litið á fyrsta og si'ðasta árið en ekki árlegar breytingar.
1973 1980
1. Landbúnaður (11) 100,0 94,4
2. Fiskveiðar (13) 100,0 194,4
3. Fiskiðnaður (30) 100,0 185,0
4. Annar iðnaður (31-39) 100,0 133,8
5. Starfsemi fyrirtækja alls 100,0 134,5
6. Starfsemi hins opinbera 100,0 145,2
7. Allar atvinnugreinar samtals 100,0 135,2
7