Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 33
-31-
þessum hætti gerir mögulegt að rekja tengslin milli atvinnu-
greinanna, en þar er komið að hinni svonefndu aðfanga- og
afurðagreiningu (input-output analysis), sem hér verður
ekki fjallað um.
Framleiðslureikningum svipar um margt til rekstrar-
reikninga fyrirtækjanna. Hliðstæðan er þó ekki alger. Sem
dæmi má nefna að ýmis frávik geta verið milli framleiðslu-
virðis og heildartekna fyrirtækis. Þannig geta til dæmis
vaxtatekjur fyrirtækis verið taldar til heildartekna þess,
en vaxtatekjur koma ekki inn i' framleiðsluvirðið. Sama
máli gegnir um ýmsar óreglulegar tekjur eins og hagnað af
sölu fastafjármuna. Sli1<ar tekjur hafa hvorki áhrif á
framleiðsluvirði né rekstrarafgang i' þjóðhagsreikninga-
uppgjörinu. Ennfremur má nefna, að óbeinir skattar eru
sjaldnast taldir með heildartekjum fyrirtækis, en þeir koma
aftur á móti með i' framleiðsluvirði fyrirtækis og mynda
hluta af vinnsluvirði þess. Þá má geta þess, að fram-
leiðsluvirði verslunarfyrirtækis er ekki jafnt og heildar-
sala þess, heldur vörusala að frádreginni vörunotkun.
A svipaðan hátt og Ifkja má framleiðsluvirði við
heildartekjur fyrirtækis með vissum fyrirvörum, má li1<ja
rekstrarkostnaði fyrirtækis að viðbættum hagnaði við summu
aðfanga og vinnsluvirðis. Tvennt skiptir hér þó mestu
máli. Aðgreining aðfanga og vinnsluvirðisþátta trakast
ekki i' rekstrarreikningum fyrirtækja. Ennfremur er vaxta-
kostnaður gjaldfærður i' rekstrarreikningum fyrirtækja, þvi'
þar er verið að leita að rekstrarafkomunni eftir greiðslu
vaxta af lánsfé. X framleiðslureikningunum er rekstrar-
afgangurinn hins vegar skilgreindur sem hagnaður fyrir
vaxtagreiðslur, þannig að rekstrarafgangurinn er ekki háður
lánsfjármögnuninni. Vaxtagreiðslur eru hins vegar skráðar i'
viðkomandi geirum tekjuskiptingaruppgjörsins, samanber
grein 2.6 hér að framan, en tekjumegin i' þá geira kemur
meðal annars rekstrarafgangur samkvæmt framleiðslu-
reikningum.
Framleiðslureikningar þeir, sem hér hefur verið lýst,
ná til allrar atvinnustarfsemi á þjóðarbúinu, hvort sem við-
komandi framleiðsla er verðlögð og seld á markaði eða
ekki. Sum framleiðsla er ekki seld á markaði, þannig að
hún hefur ekkert markaðsverð. Dæmi þessa er opinber