Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 55
-53-
að ýmsum álitaefnum. Má þar sérstaklega nefna þrjú atriði.
F fyrsta lagi er ekki vist að verðbreyting á afurðum
eða hráefnum i' hverri atvinnugrein fyrir sig fylgi þeim
almenna verðmælikvarða sem notaður er. Raunar er umdeilt,
hvort nota eigi einn, og þá almennan, verðmælikvarða eða
marga sértæka mælikvarða eftir tegund fjármuna hverju
sinni.
f öðru lagi má nefna að með lögum nr. 7, 1972 var
heimilað að afskrifa vörubirgðir að hámarki um 30% af mats-
verði, sem ýmist gat verið kostnaðarverð eða dagverð i' lok
reikningsárs. Þessi afskrift eða niðurskrift vörubirgða
getur skapað tvi"þættan vanda hér. Annars vegar skapar það
vanda, að fram til 1979 var aukning á birgðaniðurskrift
bætt við vörunotkun i' úrvinnslu Þjóðhagsstofnunar á árs-
reikningum fyrirtækja, en upp frá þvi' var niðurskriftin
færð sem sérstakur skýringaliður. Af þessu leiðir að verð-
bólguleiðrétting eða endurmat birgða sem reiknað væri að
fullu á birgðir i' byrjun árs mundi ofmeta vörunotkunina.
Þetta á við árin fram til 1979. Ovi'st er, hve miklu munar
hér, en leiða má að þvi' Ifkur að á árunum 1972-1975 skipti
þetta talsverðu máli, vegna þess að á þeim árum var aukning
á niðurskrift heimiluð smám saman þar til 30% hámarki var
náð. Hinn þáttur vandans vegna niðurskriftar á vörubirgðum
er tengdur þvi' matsverði á birgðum, sem birgðaendurmatið er
reiknað af. Ætlunin var að reikna verðbreytinguna af
óniðurskrifuðum birgðum, en ekki er vi'st að sli1<t hafi
ávallt tekist. Verðbreytingin gæti þvi' verið vanmetin af
þeirn sökum.
r þriðja lagi þá getur bókfærsla á keyptum vörum
erlendis frá verið nokkuð mismunandi. Athugun hefur leitt
i' Ijós að gengistap af vörukaupalánum til skamms ti'ma er
ýmist fært á vörukaup eða á vaxtagjöld og gengistap. Ljóst
er, að þegar gengistap vegna vörukaupalána er fært á vöru-
kaup er rangt að hækka vörukaupin einnig sem nemur allri
verðbreytingafærslunni eða birgðaendurmatinu. Með þvi' væri
verið að ofmeta vörunotkunina. Þessi mismunandi færsla
gengistapsins veldur þvi', að ógerlegt er að meta i' hve
ríkum mæli gengistapið hefur verið fært á vörukaup og þar
með, hve stóran hluta af birgðaendurmatinu þurfi að taka
með.