Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 37
-3 5-
færður á aðföng og hækkar þar með framleiðsluvirðið um sömu
fjárhæð. X öðrum tilvikum kemur innflutningur alls ekki
inn i framleiðslureikningana. Vinnsluvirðið, það er
mismunur framleiðsluvirðis og aðfanga, breytist ekki hvor
aðferðin sem notuð er. f þvf uppgjöri, sem birtist 1'
þessari skýrslu, má segja, að notkun innfluttu vörunnar
ráði að mestu meðferð hennar. Þannig eru innflutt hráefni
og rekstrarvörur að jafnaði færð á aðföng og koma þvi' inn 1'
framleiðslureikningana. Hins vegar koma innfluttar neyslu-
vörur og innfluttar fullbúnar fjárfestingarvörur ekki inn
i' framleiðslureikningana, einungis verslunarálagningin og
flutningatekjur innlendra aðila vegna innflutningsins. X
þessu sambandi má hafa i' huga þá skilgreiningu á fram-
leiðsluvirði verslunar, sem áður er komin fram.
4.4 Afskriftir \ framleiðsluuppgjörinu
Eins og áður hefur komið fram, er vinnsluvirðið myndað
af samtölu launa, afskrifta, rekstrarafgangs og óbeinna
skatta en að frádregnum framleiðslustyrkjum. Samtala
þriggja fyrstu liðanna er nefnd vergar þáttatekjur, en að
frátöldum afskriftum er talað um hreinar þáttatekjur. Af
samhengi þessara liða má ráða, að breyting á afskriftamati
breytir rekstrarafgangi um sömu fjárhæð til gagnstæðrar
áttar. Hreinar þáttatekjur breytast einnig, en hvorki
vergar þáttatekjur né vinnsluvirði. Eigi að si'ður er
ástæða til þess að huga að aðferðum við mat á afskriftum.
X meginatriðum má segja, að framleiðsluuppgjörið byggi á
afskriftamati fyrirtækjanna sjálfra eins og það kemur fram
i' ársreikningum þeirra. A þvi' eru þó nokkrar veigamiklar
undantekningar. Ma þar meðal annars nefna, að afskriftir af
fiskiskipaflotanum eru reiknaðar samkvæmt vátryggingar-
verðmæti hans og afskriftir 1' fiskvinnslu voru fram til
ársins 1980 byggðar á þjóðarauðsmati fjármuna i' fisk-
vinnslu, en eftir það var f y lgt afskriftamati fyrir-
tækjanna.
Gallinn við að nota afskriftamat fyrirtækjanna er
fyrst og fremst sá, að það mat byggir á ákvæðum skattalaga
f flestum tilvikum en þarf ekki að svara til raunverulegs