Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 63
-61-
milli nýja og gamla afbrigðisins. Þá er gripið til annarra
ráða. Eitt ráðið er að áætla breytingar á framleiðslu-
kostnaði milli nýja og gamla afbrigðisins. Aðferðir af
þessu tagi eru þó ýmsum annmörkum háðar. Þannig má segja,
að þær taki ekkert tillit til þess, sem neytandinn vill né
heldur til hugsanlegra gæðabreytinga, sem ekkert kosta.
Þótt hér sé vissulega um grófar nálgunaraðferðir að ræða er
auðvelt að réttlæta þær með þvi' að hinn kosturinn væri sýnu
lakari, það er að li'ta framhjá þessum gæðabreytingum, en
þær kæmu þá ranglega fram sem verðbreyting.
Hér hafa nú verið rakin ýmis álitaefni varðandi mat á
gæðabreytingum á þeim vörum, sem þegar eru til. Auk þess
skapast vandamál i' sambandi við meðferð á nýjum vörum.
Með nýjum vörum er átt við vörur, sem eru það frábrugðnar
öllum eldri vörum að magn þeirra metið, i' einhverjum
þyngdar- eða rúmmálseiningum eða stykkjafjölda, verður ekki
tengt eldri vörum. Af þessari skilgreiningu leiðir, að
magn hinnar nýju vöru hefur verið núll á grunnári. Eftir
stendur hins vegar það vandamál, að ákveða verð á vörunni á
grunnári, þegar varan var ekki til. Ein lausn þessa vanda-
máls er sú, að gefa sér þá forsendu, að verðþróun þessarar
nýju vöru hefði orðið sú sama og hún varð i' reynd fyrir
skyldar vörur, sem framleiddar voru bæði á grunnári og
li'ðandi ári. Hér þarf að taka afstöðu til þess, hvað eru
"skyldar" vörur. Réttara er talið að leggja þá til grund-
vallar skyldleika i' framleiðslutækni og þeim hráefnum sem
notuð eru við framleiðsluna, fremur en skyldleika að þvi' er
tekur til notkunarsviðs.
Onnur lausn þessa vandamáls væri sú, að kanna hvort
hin "nýja" vara hafi áður verið framleidd i' öðrum löndum,
og á grundvelli markaðsverðs þar mætti áætla, hvert hefði
orðið 1 i'k 1 egt innflutningsverð hinnar "nýju" vöru á grunn-
ári, ef hún hefði þá verið á boðstólum.
Það sem af er þessum kafla hefur eingöngu verið
fjallað um gæðabreytingar á vörum. Hér á eftir verður hins
vegar fjallað um þjónustu og helstu vandamál, sem upp koma
við mat á magn- og gæðabreytingum á hvers konar þjónustu.
Vandamálin eru hér að sumu leyti annars eðlis en varðandi
vörurnar. Avallt liggur ljóst fyrir hvert er efnislegt
magn vöru i' þyngd, rúmtaki eða stykkjafjölda, en sfðan geta