Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 40
-38-
5.2 Heimildir og áætlunaraðferðir fyrir
einstakar atvinnugreinar
Hér á eftir verður stuttlega lýst áætlunaraðferðum við
gerð framleiðslureikninga, og er þá sérstök áhersla lögð á
þær atvinnugreinar, sem atvinnuvegaskýrslur Þjóðhags-
stofnuar ná ekki til. Jafnframt verður getið helstu
heimilda 1' hverju tilviki. Tilvitnanir 1' atvinnugreina-
númer eiga við tveggja stafa ISIC-flokkunina, nema annað sé
tekið fram. Tölulegar niðurstöður eru alla jafna birtar
samkvæmt þeirri flokkun i' þessari skýrslu. En i' töflum 33
tii 35 er hins vegar birt frekari sundurliðun vergra þátta-
tekna i' hverjum tveggja stafa ISIC-flokki, og miðast sú
sundurliðun i' flestum tilvikum við þriggja stafa atvinnu-
greinaflokkun Hagstofunnar.
5.2.1 Landbúnaður (atv.gr. 11)
A vegum Þjóðhagsstofnunar hefur ekki enn sem komið er
birst sérstök atvinnuvegaskýrsla um landbúnað, en hún er nú
væntanleg. Eigi að sfður hafa verið unnin innan stofnun-
arinnar rekstraryfirlit, er sýna heildartekjur og gjöld
landbúnaðarins. Yfirlit þessi eru með svipuðu sniði og þau
rekstraryfirlit, sem birt hafa verið fyrir aðrar atvinnu-
greinar. Þó var aðgreiningin milli búgreina, þ.e. milli
almenns búrekstrar, alifuglabúa, svi'nabúa o.fl. ekki talin
það traust fyrir árin 1973-1978, að fært þætti að birta
hana sérstaklega. Á þessu var ráðin bót frá og með árinu
1979 eins og sjá má i' töflu 36. Rekstraryfirlit þessi eru
til frá og með árinu 1973. Framleiðslureikningarnir i'
þessari skýrslu eru si'ðan gerðir á grundvelli þessara
rekstraryfirlita með hliðstæðum aðferðum og lýst hefur
verið hér að framan að þurfi við samanburð framleiðslu- og
rekstrarreikninga.
Heimildirnar við gerð rekstraryfirlitanna í' landbúnaði
eru margvi'slegar, en ein meginheimildin er ársskýrsla
Búreikningastofu landbúnaðarins. Sú skýrsla sýnir m.a.
sundurliðaðar framleiðslutekjur og rekstrarkostnað meðal-
bús. Meðalbúið er sfðan fært upp í' heildarstærð á grund-
velli skýrslna, frá Framleiðsluráði landbúnaðarins og
fleiri aðilum, um heildarframleiðslu búvöru á öllu