Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 94
-92-
vegar i' landsframleiðslu, sýnir all-nána samfylgni, en öll
árin kemur fram meiri mismunur á mælikvarða þáttatekna en
landsframleiðslu.
F töflu 1, sem eins og áður segir sýnir verga lands-
framleiðslu, kemur einnig fram skipting vergra þáttatekna i'
laun, afskriftir og rekstrarafgang samkvæmt framleiðslu-
uppgjörinu. Hér er i' raun um að ræða skiptingu þátta-
teknanna milli framleiðsluþáttanna, vinnuafls og fjár-
magns. Fyrir atvinnugreinarnar i' heild li'tur skiptingin
þannig út i' hlutfallstölum:
Vergar
Laun og Rekstrar- þáttatekjur
tengd gjöld Afskriftir afgangur alls
Ár 1973 64,6 13,7 21,7 100,0
1974 69,1 14,9 16,0 100,0
1975 66,0 16,5 17,5 100,0
1976 63,9 14,9 21,2 100,0
1977 66,2 13,9 19,9 100,0
1978 68,4 12,7 18,9 100,0
1979 69,9 16,3 13,8 100,0
1980 68,3 16,4 15,3 100,0
Sambærileg skipting vergra þáttatekna i' einstökum
atvinnugreinum er sýnd i' töflum 25-32 i' skýrslunni. Af
tölunum hér að ofan má helst ráða að hlutfall launa af
vergum þáttatekjum hafi flest árin verið á bilinu 66-69%.
Undantekningar eru þó árin 1973 og 1976, er þetta hlutfall
fór niður i' 64%. Hér er þó vert að hafa i' huga að með
launum er aðeins átt við greiðslur til launþega sjálfra
ásamt launatengdum gjöldum, samanber skilgreiningu þessa
hugtaks i' 3. kafla. Hins vegar teljast eigendalaun i'
einstaklingsfyrirtækjum með rekstrarafgangi. Sem dæmi má
nefna að tekjur bænda af eigin búrekstri teljast til
rekstrarafgangs en ekki til launa.
Athygli vekur að afskriftir sem hlutfall af rekstrar-
afgangi sveiflast afar mikið og hækkar verulega sraustu tvö
árin. Skýringin á þessari hækkun er sú, að eins og áður er