Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 65
-63-
verða aðnjótandi þjónustunnar og hverjir ekki. Dæmi um
þessa þjónustu er menntun og heilbrigðisþjónusta. Magn-
breytingar þjónustu af þessu tagi má nálgast með ýmsu móti,
til dæmis með þvi' að kanna fjölda nemenda eða kennara,
fjölda lækna eða sjúklinga og svo framvegis.
Öðru máli gegnir um hina tegund opinberrar þjónustu,
en það er sú þjónusta, sem allir þegnar þjóðfélagsins
njóta góðs af. Dæmi um þessa þjónustu er opinber stjórn-
sýsla og réttargæsla. Hér er magn þeirrar þjónustu sem
veitt er mjög óljóst þvi' engin bein tengsl fást við við-
takandann. Ein leið er sú að meta magn þjónustunnar i'
einhverju hlutfalli við fjölda þeirra starfsmanna, sem
sinna henni, svo og við það hvernig starfsmennirnir eru
tækjum búnir. Aðferðir af þessu tagi eru að þvi' leyti
hæpnar, að þær taka ekkert tillit til þess hvort þegnarnir
yfirleitt æskja meiri eða minni þjónustu af þessu tagi, né
heldur taka þær tillit til gæðabreytinga vinnuaflsins. Um
þann þátt er nánar fjallað i' grein 6.3.20 hér á eftir.
6.2 Framleiðsluuppgjörið á föstu verði
Hér að framan hefur verið lýst stuttlega ýmsum þeim
álitamálum, sem upp koma, þegar leitast er við að staðvirða
vöru- og þjónustustraumana eða hina svonefndu raunvirðis-
strauma. Upp koma álitaefni eins og þau, hvernig meta eigi
gæðabreytingar, tilkomu nýrra vara, hvernig standa eigi að
og hve oft eigi að skipta um grunnár að ógleymdum sam-
lagningarvandanum við keðjutengingu vi'sitalna.
Við staðvirðingu vinnsluvirðisins koma öll þessi álita-
efni upp, en að auki ýmis önnur, sem eiga rót si'na að rekja
til eðlis vinnsluvirðisins. Hér að framan var þvi' haldið
fram, að forsenda þess að verðmæti yrði staðvirt i' þeirri
merkingu, sem hér er lagt i' það hugtak, væri sú, að verð-
mætið mætti aðgreina i' verðþátt og magnþátt. En uppfyllir
vinnsluvirðið þetta skilyrði?
Vinnsluvirðið var skilgreint i' 3. kafla hér að
framan. Þvi' er ætlað að meta framlag hvers fyrirtækis eða
hverrar atvinnugreinar til vergrar landsframleiðslu, og er
það þvi' hin eiginlega framleiðsla i' skilningi þjóðhags-