Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 48
-46-
auk vaxtanna, gengishagnað eða -tap á gjaldfallnar
afborganir eða vexti, en ekki gengishagnað eða -tap á
höfðustól útlána eða tekinna lána.
Framlög til einstakra sjóða frá riTcissjóði er að
jafnaði litið á sem f jármagnstilfærslur (capital
transfers), og er þeim þvi' sleppt i' framleiðslureikningum.
Þó er sú undantekning gerð, að komi fram halli á rekstrar-
reikningi sjóðs er litið svo á, að fjármagnstilfærslurnar
fari i' það að jafna hallann eftir þvi' sem þær hrökkva til.
Þessi hluti fjármagnstilfærslnanna er þá talinn framleiðslu-
styrkur.
5.2.11 Tryggingar (atv.gr. 82)
Til trygginga telst starfsemi vátrygginga, li'ftrygg-
inga og li'feyrissjóða. Heimildir um þessa starfsemi eru
annars vegar ársskýrslur Tryggingaeftirlitsins um rekstur
tryggingafélaganna. Hins vegar er framleiðslureikningur
li'feyrissjóðanna áætlaður út frá launamiðaskýrslum og
tryggingaskrá, en starfsemi almannatrygginga, sem einnig
telst til þessa atvinnugreinarnúmers hefur verið sleppt,
enda meðtalin i' starfsemi hins opinbera.
Framleiðsluvirði trygginga er skilgreint sem mismunur
iðgjalda og tjónabóta eða greidds li'feyris, og er þessi
mismunur talinn vera sú þjónusta, sem greinin veitir. Að
auki hafa tryggingafélögin miklar vaxtatekjur og vaxtagjöld
af þeim sjóðum sem eru i' vörslu þeirra, og er mismuni vaxta-
tekna og vaxtagjalda bætt við framleiðsluvirðið. Meðferð
vaxtamunarins hér er algjörlega hliðstæð við meðferð vaxta-
munarins hjá peningastofnunum, og er þessi mismunur talinn
með i' reikningnum "reiknuð bankaþjónusta".
Ljóst er, að miklar sveiflur geta orðið í' tjónabótum
frá einu ári til annars og þar með leitt til sveifina i'
framleiðsluvirði tryggingastarfseminnar, eins og það er
skilgreint hér. Þessar sveiflur eru villandi að þvi' leyti,
að þær eru ekki vi'sbending um breytingar á þeirri þjónustu,
sem greinin veitir. Til þess að jafna út slfkar sveiflur
kæmi til álita að taka meðaltal tjónabóta nokkur ár á sam-
bærilegu verði. SliT< leiðrétting er þó ekki gerð hér.