Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 36
-34-
er miðað við tveggja stafa ISIC-flokkun að mestu. Samkvæmt
þeirri flokkun verða atvinnugreinarnar 27 auk "starfsemi
hins opinbera" og "annarrar starfsemi", en það eru hvort
tveggja sérstakir geirar eins og áður er lýst.
Auk tveggja stafa ISIC-flokkunarinnar er i' töflum
33-36 i' þessari skýrslu einnig birt þriggja stafa atvinnu-
greinaflokkun Hagstofu íslands, en sú flokkun er sú frum-
heimild, sem unnið hefur verið eftir við gerð framleiðslu-
reikninganna. X atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar eru alls
176 atvinnugreinanúmer. Nokkur þessara númera hafa verið
dregin saman i' eitt, þannig að alls eru birtir 135 fram-
leiðslureikningar samkvæmt þriggja stafa flokkuninni i'
töflu 36. Varðandi samsvörun milli þriggja stafa flokkunar
Hagstofunnar og tvegga stafa ISIC-flokkunar má vi'sa til við-
auka 1. r sambandi við þessar tvær flokkunaraðferðir er
rétt að benda á, að drjúgur hluti viðgerðagreina, sem
talinn er til iðnaðar hjá Hagstofunni, telst nú til
þjónustustarfsemi samkvæmt ISlC-flokkuninni, það er atvinnu-
vegar 9. Þessi mismunur getur skipt máli, og i' samanburði
milli landa er fullrar aðgæslu þörf, þar til Hagstofan
hefur tekið upp ISIC-flokkunina, eins og stefnt er að og
flestar þjóðir hafa nú gert.
Samanburður milli ISIC-flokkunar og flokkunar
Hagstofunnar er einnig nokkrum vandkvæðum bundin, þegar i'
sama atvinnugreinanúmeri eru til dæmis bæði viðgerðir og ný-
smi"ði, eins og dæmi eru um i' flokkun Hagstofunnar, en i'
ISIC-flokkuninni er ekki gert ráð fyrir sli1<u.
Hér hefur nú verið lýst tvöfaldri flokkun framleiðslu-
reikninga, annars vegar geiraskiptingunni og hins vegar
atvinnugreinaflokkuninni. Að jafnaði fylgist þessi flokkun
að, þannig að fyrst er framleiðslureikningunum skipt i'
geirana þrjá og si"ðan er starfseminni innan hvers geira
skipt á atvinnugreinar. Þessari aðferð er einnig fylgt
hér, eins og sjá má i' meginhluta talnaefnisins.
4.3 Meðferð innflutnings i' framleiðsluuppgjörinu
Meðferð innflutnings i' framleiðsluuppgjörinu getur
verið með ýmsu móti. X sumum tilvikum er innflutningur